Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kaldakinn

Ullarfoss
Ullarfoss

Kaldakinn er byggðin milli Ljósavatnsskarðs og Skjálfandaflóa í austanverðum Bárðardal og Aðaldal   undir hlíðarbröttum og háum Kinnarfjöllum. Þau eru skorin hliðardölum og víða er sísnævi í litlum skvompum. Yzt í Kinnarfjöllum er Bakrangi (702m) við Skjálfandaflóa vestanverðan. Milli hans og Víknafjalla er Kotadalur. Bakrangi heitir líka Ógöngufjall (austurhliðin) og af sjó er fjallið kallað Galti.

Náttfaravíkur eru undir Víknafjöllum. Í Landnámabók er þess getið, að eftirbátur hafi slitnað frá skipi Garðars Svavarssonar, sem hafði vetursetu hér og kallaði landið Garðarshólma. Um borð í bátnum voru þræll, Náttfari, og ambátt, sem settust að í Náttfaravíkum um tíma. Skömmu síðar fluttust þau í Reykjadal en hröktust þaðan aftur til Víkna, þegar landið fór að byggjast. Þingeyingar telja Náttfara fyrsta landnámsmann landsins.

Landslagið í Víkunum er afarstórbrotið og hrikalegt og gróður víða mikill í stuttum dalskvompum. Þangað er hægast að komast á sjó en fyrrum var hægt að ganga þangað á forvöðum úr Kinn. Bæirnir Vargsnes, Kotamýrar og Naustavík voru í Víkunum. Í Naustavík var góð lending og þar var mesta útgerðarstöð í Þingeyjarsýslu á 17. öld. Þaðan voru allt að 30 skip gerð út, þegar umsvif voru mest. Vargsnes fór í eyði 1933, Naustavík 1941 og Kotamýrar 1910.
Byggðin hélzt í Víkunum fram á 20. öld Naustavík lagðist síðast í eyði, 1941. Steinhúsið, sem stendur þar enn þá, er nú notað sem sæluhús (Björgunarsveitin Garðar á Húsavík).

Bakrangi (702m) er við vesturhorn Skjálfandaflóa, yzt í Köldukinn. Kotadalur skilur hann frá Víknafjöllum. Norðan- og austantil er þverhnípi í sjó fram. Austurhliðin er oft kölluð Ógöngufjall en Galti frá sjó. Skuggabjörg var nafn þessa fjalls á fyrri tíð.

Í Íslandklukku Halldórs Laxness stendur:
„Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrangi, ef maður sér austaná það, Ógaungufjall, ef maður stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta.“

Kinnarfell (336m) stendur stakt vestan Skjálfandafljóts nyrzt i Köldukinn. Austan þess er þröngt gljúfur með Barnafossi og Ullarfossi. Þarna kvíslast fljótið og Þingey er milli kvíslanna. Birkiskógur og kjarr vex austan í fellinu og hæstu trén eru 12 m. Í skógræktinni er mikill fjöldi grenitrjáa. Fellsskógur var friðaður 1940. Dimmidalur í fellinu norðaustanverðu gæti verið leifar eldgígs, en talið er að fellið hafi myndazt i gosi undir jökli.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Flatey á Skjálfandaflóa
Flatey liggur u.þ.b. 2½ km undan Flateyjardal. Hún er u.þ.b. 2½ km löng, 1 km breið og 2,62 km2. Hæst rís hún 22 m úr sjó en talið er, að hún hafi ris…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )