Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbbur Húsavíkur

640 Húsavík
Sími: 464-
9 holur, par 35.

Golfiðkun á Íslandi er talin hefjast árið 1934 er Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður en Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður ári síðar. Heimildir eru þó fyrir að golf í einhverri mynd hafi verið stundað í S. – Þingeyjarsýslu löngu áður. Árið 1912 var heimilisfólk á Halldórsstöðum í Laxárdal við heyskap er það rak augun í litlar hvítar kúlur sem komu í ljána og voru menn að vonum mjög undrandi þar til að einhver mundi eftir því að sumarið áður hafði Englendingur að nafni Forder verið á þessum slóðum og hafði sá haft með sér golfkylfur og einhver annarleg tæki sem hann barði með kúlur á bökkum Laxár. Ekki eru til eldri heimildir um golf á Íslandi.

Golfklúbbur Húsavíkur var formlega stofnaður þann 26. júní 1967. Sumarið 1971 var tekinn í notkun 9 holu völlur á þessu svæði Þorvaldsstaða.

Árið 1977 var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum golfskála og unnið að fullnaðarfrágangi hans næstu árin. Á árunum 1982-83 var reist tækjageymsla og samhliða því að vatnsleiðsla var lögð í golfskálann var vatnsveita lögð að öllum flötum vallarins en Katlavöllur mun hafa verið einn af fyrstu golfvöllum landsins með slíkt vökvunarkerfi.

Á síðasta áratug hefur markvisst verið unnið að endurbótum á golfvellinum án þess þó að skipulagi hans hafi verið breytt. Keyptar hafa verið fullkomnar vélar sem hafa gjörbreytt ástandi brauta og flata. Golfskáli var stækkaður fyrir nokkrum árum og sumarið 2000 var tekin í notkun ný geymsluaðstaða fyrir golfáhöld félaga auk þess sem gerð hefur verið ný og glæsileg æfingaflöt við 1. teig. Margoft hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að stækka völlinn í 18 holur en hingað til hefur niðurstaðan verið að einbeita sér að því að gera núverandi völl sem bestan úr garði enda félagar fáir á mælikvarða golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu.
(Heimild: Vefsetur GKH).

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )