Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Múli

Múli er fornt höfuðból, löngum prestssetur og kirkjustaður í Aðaldal. Eldra nafn bæjarins er Fellsmúli. Prestar sóttust eftir þessu tekjuháa og þægilega brauði. Heimajörðin var góð, margar kirkjujarðir, hjáleigur og ítök fylgdu.

Um aldamótin 1100 var þar Oddi Helgason (Stjörnu-Oddi), líklega einn mesti stjörnufræðingur þess  Steinninn_1tíma í heiminum. Hann uppgötvaði margt um gang himintuglanna og skráði athuganir sínar. Hann hafði samt lítil sem engin áhrif á þróun þessarar fræðigreinar vegna þess hve fjarri hann bjó frá öðrum stjörnufræðingum og rannsóknir hans urðu ekki kunnar fyrr en mörgum öldum síðar.

Jón Jónsson (1855-1912), alþingismaður í mörg ár, bjó í Múla. Sonur hans, Árni (1891-1947), var líka   þingmaður og faðir Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Jón Múli var kunnur fyrir rödd sína í útvarpinu um áratuga skeið, tónlist, lagasmíði o.fl. Jónas var þingmaður og í flestu eins listfengur og Jón. Jón lézt í apríl 2002.

Myndasafn

Í grend

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )