Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugar í Reykjadal

Skólasetrið er í landi Litlu-Lauga í Reykjadal. Héraðsskólinn starfaði fyrst veturinn 1924-25. Húsmæðraskóli hóf starfsemi árið 1928. Nú er rekin þar viðskiptadeild. Sumarhótel er rekið á staðnum.

Jarðhiti er nýttur til hitunar húsa og fyrrum til sundlaugarinnar í kjallara aðalbyggingar héraðsskólans. Ný útilaug við íþróttahúsið tók við af henni. Reykjadalsá, sem rennur í Laxá um Vestmannsvatn, á upptök sín á Mývatnsheiði hjá Hörgsdal og í hana rennur einnig úr Másvatni.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )