Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víkingavatn, Kelduneshreppi

Víkingavatn er í Kelduneshreppi í N.-Þingeyjarsýslu. Það er 2,4 km², fremur grunnt og í 4 m hæð yfir sjó.  Frárennsli er ekki sjáanlegt á yfirborði. Þjóðvegurinn (85) liggur við suðurenda vatnsins. Í því er bæði bleikja og urriði, ágætur fiskur. Gisting og önnur þjónusta fæst í bænum Víkingavatni. Bændur nýta vatnið til netaveiði, þannig að fiskistofnarnir eru í góðu jafnvægi. Víkingavatn er fornt stórbýli.

Sagan segir, að þar hafi búið á landnámsöld bóndi sá, er Víkingur hét. Hann átti í illdeilum við Harald hárfagra, sem sendi menn út til íslands til að drepa hann. Bóndi var að veiðum úti á vatninu, þegar þeir komu. Þeir unnu á honum, þegar hann kom að landi. Þeir hjuggu af bónda hausinn og settu í salt til að færa konungi og sanna afrek sitt. Þeir fóru Reykjaheiði til baka. Er þeir áðu undir múla nokkrum, var þeim litið á höfuðið. Það geyspaði þá ógurlega og þeir urðu svo hræddir, að þeir grófu það á staðnum. Þar heitir síðan „Höfuðreiðar” og múlinn „Höfuðreiðarmúli”.

Vegalengdin frá Reykjavík er 520 km og 45 km frá Húsavík.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Kelduhverfi
Kelduhverfi liggur á milli Tjörness og Öxafjarðarhrepps. Hinn byggði hluti þess er á svæðinu milli hrauns  og hafs og þar eru mörg náttúruundur, sem e…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Skjálftavatn
Skjálftavatn er í Kelduhverfi í N.-Þingeyjarsýslu. Á þessu svæði var áður sandur, sem Landgræðslan var  að græða upp og afhenda landeigendum. Árið 19…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )