Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hljóðaklettar

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum

Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta í mynni Vesturdals niðri við  Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum Jökulsá á Fjöllum. Þessir klettar munu vera gígtappar gígaraðar, sem síðara hamfarahlaup Jöklu skolaði í burtu fyrir u.þ.b. 3000 árum. Stuðlarnir hafa alls konar legu og framkalla ýmsar kynjamyndir og rósettur.

Nafnið er dregið af smábergmáli árniðarins, sem líkist helzt suði. Það er upplagt að ganga frá Hljóðaklettum suður í Hólmatungur (2½-3 klst.).
Skammt sunnan Klettanna eru Karl og Kerling, tveir hraunstandar neðst í gljúfrinu. Karlinn er 60 m hár en Kerlingin lægri og grennri. Tröllahellir, handan árinnar, var bústaður þeirra áður en þau urðu að steinum.

Myndasafn

Í grennd

Þjóðgarðar Íslands
Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvall…
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )