Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búrfellsheiði

Búrfellsheiði nær yfir stórt svæði í 200-300 m.y.s. sunnan Þistilfjarðar. Nafngjafinn er Búrfell (620m) á heiðinni miðri. Vestan hennar er Laufskálafjallgarður. Þetta heiðarflæmi er eitt hið grózkumesta og fegursta í Norður-Þingeyjarsýslu, mýrlent, þakið vötnum og mólendi á milli. Heiðin er upprekstrarland Öxarfjarðar, Hólsfjalla og Þistilfjarðar.

Gangnamenn frá Hólsfjöllum gista í kofa á eyðibýlinu Hvannstöðum en Öxarfirðingar hjá Búrfelli. Fyrrum voru allmörg býli á heiðinni. Bærinn Foss fór í eyði síðla á 19. öld vegna reimleika.

Lækir frá vötnum á heiðinni mynda Svalbarðsá, sem fellur til sjávar í Þistilfirði.

 

Myndasafn

Í grend

Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlun ...
Öxarfjörður
Öxarfjörður eða Axarfjörður er á milli Tjörness og Melrakkasléttu. Flóinn er u.þ.b. 30 km breiður milli  Knarrarbrekkutanga og Kópaskers ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )