Deildará er þriggja stanga á á Melrakkasléttu. Þar er ágætishús, þar sem veiðimenn hafa annast um sig sjálfir. Laxinn er oft allstór í ánum á Norðausturlandi. Heildarafli sveiflast á milli 50 og 300 laxa á ári.