Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Einarslón

Einarslón er eyðibýli vestan Malarrifs, innan þjóðgarðs í Breiðuvíkurhreppi, fyrrum kirkjustaður og  , þrátt fyrir slæma lendingu. Samkvæmt manntali 1703 bjuggu þar 62 manns og 35 manns öld síðar. Bærinn fór í eyði um miðja 20. öldina. Kirkja var fyrst byggð þar 1563 og lögð niður 1880. Um tíma átti Jóhannes Sveinsson Kjarval helming jarðarinnar og fékk þar talsverðan efnivið í listaverk sín. Þrælavík er milli Einarslóns og Malarrifs. Þar fórst póstskipið Søløven 1857. Það var síðasta seglskipið, sem annaðist póstflutningar til landsins og gufuskip tóku við.

 

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )