Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sólfarið

Sólfarið Reykjavik
Sólfarið við Sæbraut, friðarsúlan og norðurljós í nóvember 2023.

Sólfarið í Reykjavík

Sólfar er höggmynd eftir Jón Gunnar Árnason myndhöggvara. Verkið er staðsett við Sæbraut í Reykjavík og var afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst árið 1990 og er nú á meðal helstu viðkomustaða erlendra ferðamanna sem heimsækja Reyjavík.

Árið 1986 efndu Íbúasamtök Vesturbæjar Reykjavíkur til samkeppni um útilistaverk í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Sólfar varð fyrir valinu og var frummyndin, lítill álskúlptúr gefinn Reykjavíkurborg. Það mun vera algengur misskilngur að Sólfarið sé víkingaskip en verkinu hefur verið lýst með eftirfarandi hætti: „Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, leit, framþróun og frelsi. Það er draumbátur sem felur í sér von og birtu“.

Myndasafn

Í grennd

Höfuðborgarsvæðið, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá botni Hvalfjarðar og vestan Þingvallavatns til sjávar við rætur Reykjaness. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæði…
Viðey
Viðey í Kollafirði Viðey er stærsta eyjan í Kollafirði, 1,7 km². Hæst liggur hún á Heljarkinn, 32 m.y.s. Hún er í tveimur hlutum, sem eru tengdir með…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )