Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjavík fleiri skoðunarverðir staðir

Reykjavík Tjörnin

Aðalstræti er elsta gata Íslands. Hún er talin hafa verið sjávargata Víkurbænda frá suðurendanum niður í Grófarnaustið. Hún er talin hafa verið sjávargata Víkurbænda frá suðurendanum niður í  . Um miðja 18. öldina hófst skipulag götunnar með byggingu húsa Innréttinganna og hún var kölluð „Hovedgaden“ og síðar „Adelgaden“. Þessum nöfnum fylgdu „Klubgaden“ og árið 1848 Aðalstræti. Þarna voru helztu stofnanir hins opinbera, samkomustaðir, fyrirtæki og heimili broddborgara. Ingólfsbrunnur, eitt aðalvatnsból bæjarins, stendur þar enn þá. Þar var oft margmenni og þaðan bárust fréttir manna á milli, þar til dagblöðin tóku við. Aðalstræti fór ekki að breytast að ráði fyrr en aldamótin 1900 nálguðust. Hús hurfu ný og stærri risu og mörgum var breytt. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um framtíð götunnar. Það átti að ryðja öllum gömlu húsunum úr vegi og byggja nútímaleg hús en loks urðu verndunarsjónarmiðin ofaná. Það gerðist þó ekki fyrr en nokkur slys urðu eins og glöggt má sjá á götumyndinni á okkar dögum.

Ingólfsbrunnur (Aðalstræti 9) eða Prentsmiðjupósturinn var aðalvatnsból og Víkur og nokkurra  . Hann er nefndur Víkurbrunnur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í byrjun 18. aldar. Skúli Magnússon kallar hann Ingólfsbrunn, en eftir flutning prentsmiðju úr Viðey í Bergmannsstofu kom nafnið Prentsmiðjupósturinn upp og var notað til 1909, þegar vatnsveitan var stofnuð. Þarna skiptust vatnsberar og annað fólk á fréttum, þannig að þetta var aðalfréttamiðlun bæjarins.

 

Kirkjugarður Víkurkirkju kemur fyrst fram í kirknatali Páls Jónssonar,  biskups í Skálholti, í kringum 1200. Kirkjan, sem var helguð Jóhannesi postula, var bæði lítil og fátæk. Síðasta kirkjan þarna var reist 1734 og endurnýjuð 1770. Ekki þótti hún verðug sem dómkirkja, þegar biskupssetrið var flutt frá Skálholti til Reykjavíkur 1801. Þegar dómkirkjan var fullgerð, var hin gamla rifin (1798). Stytta Skúla Magnússonar, landfógeta og frumkvöðuls Innréttinganna, var reist í garðinum 1954. Þessi kirkjugarður var löngu orðinn of lítill, þegar Hólavallagarður var opnaður 1838. G. Schierbeck, landlæknir, sem var mikill áhugamaður um garðyrkju, fékk leyfi til að gera þarna skrúðgarð 1883 og nú eru þar líklega elztu tré í Reykjavík.

Aðalstræti 10. Fógetahúsið. Löngum var talið að þetta væri elzta hús Reykjavíkur, reist 1752, eins og segir  á töflu, sem fest er á húsið. Þetta er ekki rétt og telst Viðeyjarstofa (1755) hið elzta. Líklegt er, að þetta hús hafi verið reist fyrir bókara Innréttinganna, klæðageymslu og lóskurð árið 1762, þótt Aðalstræti 16 komi einnig til greina. Bæði þessi hús voru þó reist á árunum 1759-1774 og því eru þau elztu húsin í miðbæ Reykjavíkur. Í Aðalstræti 10 var íbúð undirforstjóra Innréttinganna og það var líka kallað Kontór- og magasínhús. Eftir að Westy Petræus kaupmaður keypti húsið um aldamótin 1800 var það nefnt eftir honum. Geir Vídalín biskup flutti frá Skálholti 1801 og bjó að Lambastöðum á Álftanesi þar til hann fékk loks inni í húsinu árið 1807. Það var því lengi kallað biskupsstofa. Ekkja hans bjó þar eftir dauða hans 1823 til dauðadags 1846. Meðal margra merkra manna, sem bjuggu í húsinu síðar voru M. Smith konsúll, Jens Sigurðsson (síðar rektor lærða skólans) og Jón bróðir hans, þegar hann kom til Alþingis frá Kaupmannahöfn, Jón Hjaltalín landlæknir, Matthías Johannessen kaupmaður o.fl. Helgi Zoega kaupmaður eignaðist húsið árið 1895 og kom þar upp verzlun. Silli og Valdi ráku þar verzlun í rúmlega hálfa öld. Þá tók við veitingastaðurinn Fógetinn.

Fógetahúsið var opnað í maí 2007 eftir endurbyggingu. Þar eru nú þrjár stofur, sem eru tengdar Innréttingunum. Fógetastofur fremst í gamla húsinu eru í umsjá borgarinnar. Þar eru eftirmyndir af Grjótaþorpinu frá 1786-1886. Uppi á skörinni er handverk og hönnun og skiptisýningar mánaðarlega. Nýtt hús var byggt upp frá gamla húsinu. Þar var verzlun Kraum, sem selur eingöngu íslenzka hönnunarvöru í hæsta gæðaflokki eftir marga hönnuði.

Austurbæjarskólinn. Sigurður Guðmundsson gerði fyrstu teikningar að skólahúsinu vorið 1924 að beiðni  . Þá var hann við nám í Kaupmannahöfn en hætti því og setti á stofn fyrstu einkareknu arkitektastofu landsins. Steinsteypa var orðin mun algengara byggingarefni hérlendis en í nágrannalöndunum um þetta leyti. Upprunalegt þak skólans var fyrsta flata steinsteypuþakið á landinu.

Byggingin, norræn klassík, var staðsett við norðurmörk lóðarinnar og kennslustofurnar í miðhluta hússins snúa í átt að birtu og útsýni. Öðrum vistarverum var komið fyrir í hliðarálmunum. Skólinn var vel búinn með sundlaug, eldhúsi, matsal og kennslustofum fyrir sérgreinar.

Austurstræti. Upphaflega var gatan aðeins stígur meðfram Austurvelli og fyrsta nafn hennar var  „Tværgade”. Þá tók við nafnið „Langastétt” (Lange Fortoug) og loks núverandi nafn, sem miðast við áttina frá Aðalstræti. Fyrst var gatan aðeins bakgata Hafnarstrætis, en mikilvægi hennar óx eftir því sem leið á 19. öldina. Mesta, opna skólpræsi Reykjavíkur, Gullrennan, var eftir götunni endilangri allt til ársins 1907. Skömmu síðar var gatan malbikuð og gangstéttar lagðar, því þá var hún orðin aðalverzlunargatan, göngugatan og þar voru helztu skemmtistaðir. Rúnturinn lá um götuna fyrir og eftir miðja 20. öldina. Nafn leiðarinnar er af dönskum toga. Hún var vinsæl gönguleið á fyrstu áratugum 20. aldar. Minni-Rúnturinn var umhverfis Austurvöll, en hinn stærri lá frá Hótel Íslandi suður Aðalstræti, austur Kirkjustræti, norður Pósthússtræti og vestur Austurstræti. Rúnturinn var lífseigur og var enn þá í fullu fjöri á sjötta og sjöunda áratugi 20. aldar.

Austurvöllur var hluti túns Víkurbænda. Fyrrum náði völlurinn frá Aðalstræti að Tjörninni, norður að sjó  og að læknum undir Lækjargötu. Þá náði Tjörnin norður undir Kirkjustræti. Núverandi Austurvöllur er aðeins sjötti hluti hins upprunalega árið 1786, þegar Reykjavík fékk réttindi kaupstaðar. Smám saman þrengdist að vellinum með byggingum, þótt hann þætti ekki bezta byggingarland vegna mýrlendis. Verzlun var flutt úr Örfirisey til bæjarins og þá fóru aðkomumenn að nota völlinn sem tjaldstæði, sem var látið óátalið langt fram eftir 19. öldinni. Fyrsta opinbera athöfnin, sem fór fram á Austurvelli, var hýðing árið 1829 og fleiri urðu þær ekki í Reykjavík. Árið 1875 var völlurinn sléttaður og tyrfður meðfram gangstígum og girðing var sett utan um hann. Aðaltilefni þessara umbóta var uppsetning styttu Bertels Thorvaldsens 19. nóvember sama ár. Aldamótanna 1900 var minnst þar. Völlurinn var leigður sem slægjuland fram yfir aldamótin og margir fitjuðu upp á trýnið, þegar búið var að bera á hann. Skautasvell var útbúið á vellinum fyrstu áratugi 20. aldarinnar. Alþingisárið 1930 varð hann fyrst gerður að skrúðgarði og ári síðar var styttan flutt í Hljómskálagarðinn. Þá var komið fyrir styttunni af Jóni Sigurðssyni í staðinn, en hún hafði staðið við stjórnarráðshúsið. Austurvöllur hefur löngum verið notaður til alls konar samkomuhalds og funda, s.s. á sumardaginn fyrsta, sjómannadaginn, 1. desember og 17. júní. Árið 1949 kom til allmikilla átaka á Austurvelli í tengslum við samþykkt Alþingis um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Árin 2008-2011 voru fjölsóttir kreppufundir Harðar Torfasonar haldnir þar í friði og spekt, þótt nokkrum eggjum hafi verið kastað í Alþingishúsið (búsáhaldabyltingin).

Ásmundarsafn. Ásmundur Sveinsson fæddist að Kolsstöðum í Dalasýslu 20. maí 1893. Hann flutti til  árið 1915 og nam tréskurð af Ríkharði Jónssyni og sótti Tækniskólann um leið. Þegar hann lauk námi í tréskurði árið 1919, fór hann til Kaupmannahafnar og sat í Teikniskólanum undir stjórn Viggo Brandt í eitt ár. Hann tók inntökupróf í Listaháskólann haustið 1920 og sat þar við nám í sex ár, aðallega undir handleiðslu myndhöggvarans Carl Milles.

Vorið 1926 útskrifaðist hann frá sænska Listaháskólanum og flutti til Parísar, þar sem hann dvaldi næstu 3 árin undir handleiðslu ýmissa kennara, s.s. Despiau myndhöggvara. Ásmundur snéri til Íslands árið 1929 eftir 10 ára dvöl erlendis.

Árið 1933 byggði hann hús við Freyjugötu, sem nú hýsir Listasafn alþýðu (ASÍ). Hann hóf byggingu kúluhússins við Sigtún árið 1942 og bætti píramítunum við skömmu síðar. Bogabygginguna reisti hann 1959. Hann ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín. Ásmundur dó 9. desember 1982. Það verður enginn svikinn af því að heimsækja Ásmundarsafn og skoða hið fjölbreytta úrval verka, sem hann skildi eftir sig.

Bankastræti. Arnarhólstraðir voru lengi aðalleiðin inn í Hólmskaupstað og síðar Reykjavík. Á 19. öld  hentugri leið sunnan Stiftamtmannshússins (stjórnarráðsins). Nýi stígurinn var kallaður Bakarastígur eða Bakarabrekka, því Bernhöftsbakarí hóf rekstur þar 1834. Þá var brú komin yfir lækinn til samgöngubóta milli Austurstrætis og nýja stígsins og lengi töldu menn, að það næði upp að Skólavörðustíg. Landsbankinn tók til starfa árið 1886 og þá þótti við hæfi að aðlaga nafn götunnar bankanum. Nú er húsið, sem hýsti hann, númer 3 við götuna. Það var byggt úr grágrýti um svipað leyti og Alþingishúsið. Fyrst var þar prentsmiðja. Landsbankinn fluttist í nýja húsið við Austurstræti skömmu fyrir aldamótin 1900. Sigurður Kristjánsson rak lengi bókabúð og bókaútgáfu í húsinu og prentsmiðja var í bakhúsi.

Bryggjuhúsið, Vesturgata 2, var byggt árið 1863 og undirgangur í gegnum það, þar sem nú er   aðalinngangurinn, lá niður á aðalbryggju bæjarins.. Hún var eign Fischersverzlunar, sem var umsvifamikið fyrirtæki á 19. öldinni. H.P. Duus tók við rekstrinum fram á 20. öldina. Gangurinn í gegnum húsið er horfinn og innviðir hússins eru talsvert breyttir. Engu að síður skipar það veglegan sess í sögu borgarinnar, því við það eru öll húsnúmer í borginni miðuð. Það er miðpunktur og út frá því geislar öllum númerum. Líklega má bera ganginn saman við borgarhlið eins og þau tíðkuðust í Evrópu og víðar á miðöldum.

Búnaðarfélagshúsið – Iðnskólinn -Leiklistarskólinn, Lækjargata 14-14b.
Fallegu timburhúsin, sem standa þarna rétt við Tjörnina, voru byggð í upphafi 20. aldar á uppfyllingu við   Lækinn. Turninn er í júgendstíl og byggingarnar sjálfar má telja til íslenzkrar klassíkur.

Skrifstofur Búnaðarsambands Íslands voru áratugum saman í syðra húsinu, þar til þær voru fluttar í Bændahöllina. Iðnskólinn var í nyrðra húsinu, þar til hann var fluttur í nýbyggingar á Skólavörðuholtinu. Gagnfræðaskóli, sem var kenndur við skólastjórann, Ágúst H. Bjarnason (1875-1952), var rekinn í húsinu. Reykjavíkurborg á nú húsin. Þar starfaði Fóstruskóli Íslands um tíma og nú er þar Leiklistarskóli Íslands, Tjarnarskólinn og safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Húsin voru friðuð 1978.

Fálkahúsið, Hafnarstræti 1-3. Í aldaraðir urðu Íslendingar að veiða fálka og senda þá til Danakonunga,  notuðu þá til gjafa, því þeir þóttu beztu veiðifálkar heims. Fálkahúsið á Bessastöðum var flutt til Reykjavíkur 1763. Því var komið fyrir á malarkambinum, þar sem Hafnarstræti er núna. Búfé, sem var notað til að fóðra fálkana var geymt í Geldinganesi. Eftir 1800 hætti eftirspurnin. Húsið var selt og var nýtt til verzlunar. N.C. Havsteen, kaupmaður, lét rífa það og reisa nýtt aðeins norðar árið 1868. Brydesverzlun eignaðist húsið á níunda áratugi 19. aldar og þá fékk það á sig núverandi mynd. Margar verzlanir hafa starfað í Fálkahúsinu síðan.

Farsóttarhúsið, Þingholtsstræti 25. Árið 1866 hóf Sjúkrahúsfélag Reykjavíkur rekstur fyrsta  sjúkrahússins í bænum í húsi Klúbbsins við suðurenda Aðalstrætis, þar sem var Hjálpræðisherinn. Starfsemin var flutt í nýbyggt hús við Þingholtsstræti árið 1884, þar sem var eini spítalinn í bænum til 1902. Yfirvöld bæjarins tóku við öllum eignum félagsins árið 1910. Allt til 1920 var nýting þess margvísleg, s.s. til íbúðar. Þá var stofnað þar til sjúkrahússreksturs á ný. Hann var einkum ætlaður farsóttasjúklingum. Árið 1969 lauk þeim rekstri og síðan hefur verið þar athvarf fyrir áfengissjúklinga. Spítalastígur liggur norðan hússins til austurs.

Franski spítalinn (Lindargata 51) var byggður árið 1903 á Eyjólfsstaðabletti í Reykjavík. Svipaður spítali  Franski spítalinnvar reistur samtímis á Búðum við Fáskrúðsfjörð um og Læknishúsið á Búðum reis árið 1907. Árið 1906 reis spítali fransks líknarfélags í Vestamannaeyjum við Kirkjuveg. Rekstri hans var hætt 1928. Þessir spítalar voru fyrst reknir á sumrin fyrir franska sjómenn, sem voru fjölmennir við strendur landsins fyrir og eftir aldamótin.
Reykjavíkurspítalann reistu sömu aðilar og byggðu Höfða. Húsið var leigt borginni árið 1920, þegar veiðar Frakka við landið voru að mestu úr sögunni. Spítalarekstri var hætt 1927. Þá eignaðist borgin húsið og þar var m.a. mötuneyti fyrir atvinnulausa í kreppunni og barnaheimili.
Gagnfræðaskóli séra Ingimars Jónssonar var rekin í húsinu á árunum 1935-75 (Gaggó Lind).
Í Gaggó Lind voru fjórir bekkir A-B-C og D.  í  A voru þar úrvalds nemendur og í D vou kallaðir tossar.
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri, flugrekstarstjóri og ritstjóri nat.is , Nemandi í Gagnfræðaskóla séra Ingimars Jónssonar.
Tónmenntaskóli Reykjavíkur hefur verið í húsinu.

Séra Friðrik og drengurinn
Á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. Eins og margir aðrir hafði Sigurjón Ólafsson numið kristinfræði í æsku hjá sr. Friðriki Friðrikssyni (1868–1961) og var hlýtt til hans. Á stríðsárunum voru þeir báðir innlyksa í Danmörku þar sem Sigurjón gerði höfuðmynd af sr. Friðriki árið 1943 „áður en það yrði um seinan“ eins og hann komst að orði.
Samkvæmt heimildum er drengurinn á stittuni vera frændi og alnafni Friðriks kristinboða er frá Selfossi (1931-2021).
Nú hafa margar spurningar um sr. Friðrik sem ekki er hægt að skýra hér eða svara.
Stittan hefur verið fjarlægð á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu.

 

 

Fráveitumál – dælustöðvar.
Frárennsliskerfi og dælustöðvar þess til hreinsunar strandlengju borgarinnar voru í uppbyggingu frá Reykjavík1989 til 2005. Sérstakur skattur, holræsagjald, var lagður á borgarbúa og innheimtur með fasteignagjöldum til að standa undir framkvæmdum og jafnframt lofað, að hann skyldi afnuminn að verkefninu loknu.
Dælustöðvar þessa hreinsikerfis eru orðnar allmargar og voru byggðar þannig, að þær féllu vel að umhverfinu.
Nafni holræsagjaldsins var breytt í gjald fyrir fráveitu og verður kansi aldrei afnumið.

Fríkirkjuvegur 11 stendur á lóð úr Útsuðurvelli. Thor Jensen lét byggja húsið fyrir sig og fjölskyldu sína,     þar sem hún bjó til ársins 1939.
Samtök bindindismanna keyptu húsið og notuðu það fyrir skrifstofur og til samkomuhalds. Þá fékk það nafnið „Bindindishöllin”.
Reykjavíkurborg eignaðist húsið síðar og notaði það sem miðstöð Íþrótta- og tómstundaráðs.
Björgólfur Thor Björgólfsson, afkomandi Thors Jensen, keypti húsið af borginni fyrir u.þ.b. 600 milljónir árið 2006.
Thor Jensen og Borðeyri

Hákonsenshús – Fjalakötturinn.
Aðalstrætti 12. Eitt vöruhúsa Innréttinganna stóð upphaflega á reitnum Aðalstræti 6. Það var selt 1791 og  var verzlun um tíma. Þá var það rifið og Einar Hákonarson, hattari, reisti þar hús, sem var nefnt eftir honum. Jónas Hallgrímsson bjó þar í síðustu heimsókn sinni til Íslands. Sigurður Breiðfjörð bjó þar og lézt í mikilli fátækt 1846. Valgarður Ó. Breiðfjörð (1847-1904) eignaðist húsið og lét stækka það oft. Sumar þessara framkvæmda fengu leyfi yfirvalda og aðrar ekki. Bakhúsið var innréttað sem leikhús með inngangi frá Bröttugötu. Húsið mun hafa verið komið í núverandi form árið 1893. Fólki þótti fúskað við sífelldar stækkanir þess og kallaði það Fjalaköttinn. Gamla bíó, þá nefnd Reykjavík Biograftheater, hóf þar sýningar 1906 í elzta leikhúsi landsins og flutti ekki í Ingólfsstrætið (þar sem Íslenzka óperan var síðar) fyrr en 1927. Áhorfendasalurinn í Fjalakettinum rúmaði u.þ.b. 300 manns. Húsið hýsti verzlanir, skrifstofur og íbúðir síðustu áratugi lífdaga sinna en síðustu ár þess stóð það að mestu tómt. Loks var það rifið en forhlið þess var endurlífguð ásamt húsum í stíl Innréttinganna, þegar hótel Reykjavík Centrum var byggt á lóðunum Aðalstræti 14-16.

Háskóli Íslands. Aðalbygging Háskóla Íslands er frá síðustu árum Guðjóns Samúelssonar í starfi   húsameistara ríkisins. Hún ber vott um áhrif frá alþjóðlegum fúnksjónalisma, klassískri hefð og íslenzkri náttúru. Hún er steinsteypt og útveggir steindir með íslenzkri kvarsblöndu. Á gólfi forsalarins eru stórar hellur úr Öskjuhlíðinni og hvelfingin er klædd silfurbergi. Byggingin er 73,2 m löng og 13,8 m breið. Í henni miðri er hátíðarsalurinn. Auk kennslu- og vinnurýmna eru þar kapella og skrifstofur Háskólans.

Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta og fyrstu 29 árin var hann til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1933 fékk Háskólinn sérstakt leyfi til að starfrækja peningahappdrætti og var Happdrætti Háskólans stofnað ári síðar. Hagnaði af því hefur frá upphafi verið varið til nýbygginga skólans og viðhalds eldri bygginga. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í háskólabygginguna við Suðurgötu.
Í Háskólanum eru ellefu deildir sem skiptast í skorir, auk fjölda rannsóknastofnana. Flestar helstu deildirnar eru nú til húsa á háskólasvæðinu á Melunum. Nokkrar eru annars staðar í Reykjavík, til dæmis í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, sunnan Landspítala og í Haga við Hofsvallagötu.
Þegar Háskóli Íslands var stofnaður voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans, en auk þess var heimspekideild bætt við. Síðar bættust fleiri deildir við og eru þær nú ellefu; guðfræðideild, læknadeild, lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild, heimspekideild, lyfjafræðideild, tannlæknadeild, verkfræðideild, raunvísindadeild, félagsvísindadeild og hjúkrunarfræðideild. Háskólaárið 1911 – 1912 voru nemendur einungis 45 og þar af ein kona.

Saga Háskóla Íslands: Yfirlit um hálfrar aldar starf. (pdf-skrá 849 kb) Samið hefir Guðni Jónsson prófessor. Bókin var samin og gefin út í tilefni 50 ára afmælis Háskólans árið 1961. Unnt er að leita að atriðisorðum í þessari skrá.
Rektorar við skólann frá upphafi
Yfirlit um námsleiðir við skólann
(Texti neðan myndar er af vefsetri H.Í.)

Hæstiréttur Íslands, æðsti dómstóll þjóðarinnar, var stofnaður með lögum nr. 22/1919 og tók formlega  til starfa 16. febrúar 1920.

Sigurður Nordal segir í riti sínu Íslensk menning, að venja sé að lýsa upphafi allsherjarríkis, á Íslandi og stofnun þjóðveldisins sem „óflekkuðum getnaði af almennri þörf á lögum og rétti, …”

Um hafi verið að ræða tilraun til að sameina einstaklingsfrelsi og þörf fyrir samheldni, svo að leysa mætti friðsamlega úr málum manna í millum. Hann segir:
„Allt þjóðfélagið var eins og röst, þar sem mættust tveir straumar: annars vegar ágirni höfðingja til valda, virðing almennings fyrir ættgöfgi, atgervi, stórlæti, stórmennsku, – hins vegar virðing hvers frjáls manns fyrir sjálfum sér og sóma sínum, trauðleiki að láta hlut sinn og sætta sig við rangindi.”

II. Stofnun fjórðungsdóma um 965
Um 965 breyttist dómaskipan á Íslandi mikið. Þá voru settir á stofn svokallaðir fjórðungsdómar, einn fyrir hvern landsfjórðung. Þeir voru hver um sig æðsti dómstóll í málum úr sínum fjórðungi og komu allir saman á Alþingi. Líklegast er talið að 36 menn hafi setið í fjórðungsdómi og að hver goði hafi nefnt einn mann í hvern dóm. Urðu allir að vera sammála um niðurstöðu. Skömmu eftir árið 1000 var stofnaður svokallaður fimmtardómur sem náði til landsins alls. Þangað mátti skjóta málum sem dæmd höfðu verið í fjórðungsdómi. Hefur hugmyndin líklega verið sú að stuðla að réttareiningu í landinu. Í fimmtardómi sátu 48 menn, en 36 dæmdu mál, þar sem hvor aðili máls mátti ryðja 6 úr dómi. Meirihluti réð niðurstöðu. Þessi skipan dómsvaldsins hélst út þjóðveldisöldina.

Um fimmtardóm segir Sigurður Nordal:
„Með setningu fimmtardóms var þróun hinnar íslenzku dómskipunar lokið, og hún hafði náð fullkomnun, sem einstæð var á þeim tímum. Mál gátu gengið í gegnum þrjú dómstig, vorþingsdóm, fórðungsdóm og fimmtardóm, og unnt var að fá hvert mál útkljáð með dómi, þótt ekki fengist einróma niðurstaða. Það sýndi vaxandi traust almennings á lögum og rétti, að menn skyldu sætta sig við það, eftir reynslu þriggja aldarfjórðunga, að hlíta meiri hluta dómi. Skömmu eftir að fimmtardómur var settur voru hólmgöngur úr lögum numdar sem réttarúrskurður. … Hann var hvolfsteinn hins forna þjóðskipulags.”
(Efni af vef Hæstaréttar Íslands).

Hönnunarsamkeppni um hús Hæstaréttar fór fram árið 1993 og arkitektastofan Stúdíó Grandi fékk verkefnið. Hæð og breidd hússins samræmist öðrum byggingum umhverfis. Hluti þess, sem snýr að Þjóðleikhúsinu lækkar og mjókkar. Það er þakið grófu blágrýti með koparklæðningu á norður- og vesturhliðum. Suðvesturhornið, sem snýr að miðborginni er þakið slípuðu grjóti. Suðurhliðin er að öðru leyti að hluta skásett og þakin kopar.

Keldur. Fyrrum bær við innanverðan Grafarvog, eign klaustursins í Viðey árið 1395 og síðan konungs við . Jörðin var seld fyrir 1840 og var einkaeign til 1941, þegar ríkið keypti hana. Þar var komið fyrir starfsemi Háskóla Íslands, s.s. tilraunastöð í meinafræði. Í landi Korpúlfsstaða, í norðanverðu Keldnaholti, eru rannsóknarstofur landbúnaðar, iðnaðar og byggingariðnaðar. Stefnt var að nýtingu lands jarðarinnar til byggðar í skipulagi árið 1977, en ekki náðist samkomulag við ríkið. Borgaryfirvöld beindu því sjónum sínum annað í skipulaginu 1982.

Klúbburinn – Hjálpræðisherinn.
Kirkjustræti 2. Litunarhús Innréttinganna var reist við suðurenda Aðalstrætis, en áður hafði það verið  við Elliðaár. Margir töldu, að þar hafi Víkurbærinn staðið og margt benti til þess. Húsið var rifið, þegar starfsemi Innréttinganna var hætt, og nýi eigandinn, H. Scheel, reisti þar timburhús með veitingasölu. Það varð miðstöð Reykjavíkurklúbbsins, sem heldri menn sóttu. Þar voru haldnar veizlur og dansleikir. Klúbburinn stóð líka að stofnun barnaskólans í lóskurðarstofu Innréttinganna (Aðalstræti 16). Klúbburinn hætti 1843 en annar var stofnaður í nýbyggðu húsi norðan húss Scheels og hóf leiklistarstarfsemi að auki. Þá var húsið kallað Scandinavia. Starfsemin stóð ekki undir sér, svo húsið var loks gefið til starfsemi fyrsta sjúkrahúss Reykjavíkur 1866. Hann starfaði á efri hæðinni en á hinni neðri hélt áfram dansleikjahald, leiksýningar og önnur afþreying. Þetta sérkennilega sambýli hélt áfram til 1884, þegar spítalinn var fluttur í nýtt húsnæði að Þingholtsstræti 25. Hjálpræðisherinn eignaðist húsin 1895 og lét rífa þau 1916. Þá var núverandi hús Hersins reist.

Korpúlfsstaðir koma fram í Kjalnesinga sögu, urðu fljótt hluti eigna klaustursins í Viðey og svo konungs   eftir siðbótina. Konungur seldi Korpúlfsstaði árið 1810 og fátt er vitað um eigendur fyrr en Benedikt Sveinsson, yfirdómari og alþingismaður, átti þá um skeið á 19. öld. Einar, sonur hans, seldi jörðina síðar Thor Jensen árið 1922. Þarna hóf hann miklar jarðarbætur og búskap og árið 1932 var tún bæjarins talið vera 106 hektarar, hið stærsta á landinu, og 300 kýr í fjósi árið 1934. Hann framleiddi u.þ.b. 800.000 lítra mjólkur á ári. Reykjavíkurborg keypti Korpúlfsstaði árið 1942 auk fleiri jarða í Mosfellssveit. Búskap var haldið áfram til 1970. Korpúlfsstaðir hýsa nú golfklúbb, grunnskóla, vinnustofur listamanna og geymslur ýmissa borgarstofnana.

Landshöfðingjahúsið, Skálholtsstíg 7.
Magnús Stephensen, landshöfðingi, lét reisa þetta hús til að flytjast í að loknum starfsferli sínum við   stofnun heimastjórnar árið 1904. Hann bjó þarna til dauðadags 1917.
Embættismenn fóru að reisa sér hús í Þingholtunum í framhaldi þessarar byggingar. Þeir höfðu flestir búið í Kvosinni, sem var ekki lengur í tízku.

Landshöfðingjahúsið gekk nokkuð oft kaupum og sölum og loks leit út fyrir, að það yrði rifið. Þá Keypti Menningarsjóður húsið og var gert upp og fært til upprunalegs horfs á kostnað Menntamálaráðs.

Núverandi eigendur hússins (2006) eru hjónin Baltazar Kormákur og Lilja Pálmadóttir. Þau búa á efstu hæðinni og í turninum, en kvikmyndafyrirtækið Sögn hefur aðsetur í öðrum hlutum þess.
Turn hússins er nokkuð sérstakur og því var það og er enn þá nefnt Næpan.

Landspítalinn við Hringbraut.
Árið 1791 komu fram tillögur um byggingu sjúkrahúss fyrir allt landið. Nafnið Landspítali var fyrst notað   á Alþingi árið 1861. Ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en kvennasamtök hófu fjársöfnun 1915. Þá var spítalanum úthlutuð spilda úr túni Grænuborgar (fyrsta dagheimilið 1931). Hafizt var handa um byggingu spítalans 1925 og henni lauk 1930. Alexandrína, Danadrottning, lagði hornsteininn 1926. Síðan þá hafa bætzt við fjöldi bygginga auk geðdeildar, fæðingardeildar og barnaspítala.

Fram á annan áratug 20. aldar voru uppi háleitar hugmyndir um byggingu heils hverfis Landspítala, háskóla- og hátæknisjúkrahúss. Árið 2012 (19. marz) undirrituðu ríki og borg samkomulag um framkvæmdina. Þessar hugmyndir eru vægast sagt mjög umdeildar, bæði vegna gífulegs kostnaðar á krepputímum og staðarvals í Vatnsmýrinni, svo ekki er enn þá útséð (2012), hvort eða hvenær verður hafizt handa. Nú er  Landspítali að verða Háskólasjúkrahús

Laugarnes er milli vogsins, sem gefur Reykjavík nafn, og Viðeyjarsunds. Þar bjó Þórarinn Ragabróðir,   lögsögumaður, upp úr miðri 10. öld. Mágkona hans var Hallgerður langbrók. Hún bjó þarna um tíma og bar beinin. Hallgerðarleiði gefur til kynna, að hún liggi þar grafin. Páll Jónsson, biskup, getur um kirkju þar um aldamótin 1200. Hún var lögð niður 1794 og þar sjást enn merki kirkjugarðsins.

Jörð Laugarnessbæjarins náði yfir Seltjarnarnes og suður í Fossvog. Engey var lengi spyrt við Laugarnes. Ögmundur Jónsson, biskup, átti þessar jarðir um tíma og eftir hans daga var mikið deilt um eignarétt þeirra. Anna Vigfúsdóttir frá Stóru-Borg átti þær um skeið, síðar Gísli Hákonarson lögmaður.

Árið 1703 voru skráðar þrjár hjáleigur, Norðurkot (Sjávarhólar), Suðurkot og Barnhóll. Biskuparnir Hannes Finnsson og Steingrímur Jónsson áttu jörðina um tíma. Reisulegur biskupsbústaður var byggður fyrir Steingrím í Laugarnesi. Hann settist þar að 1826 en húsið var illa byggt og varla íbúðarhæft. Þarna var svipað uppi á teningnum og við byggingu dómkirkjunnar. Biskup greiddi dönsku iðnaðarmönnunum staðaruppbót og hluta hennar í öli og brennivíni. Þarna bjó Steingrímur til dauðadags 1845. Jón Sigurðsson var skrifari hans um skeið og bjó hjá honum. Þar komst Jón í feitt, því Steingrímur áttimikið og gott skjalasafn um sögu og málefni Íslands. Næsta biskupi, Helga G. Thordersen, var veitt leyfi til að flytjast brott vegna vosbúðar og fjarlægðar frá Reykjavík.

Eftir miklar deilur fékk bæjarstjórn Reykjavíkur leyfi til að kaupa jörðina af stjórnvöldum landsins. Danska IOGT-reglan lét byggja holdsveikraspítala í Laugarnesi árið 1898. Hann var rekinn til 1940. Þá lagði brezka setuliðið hann undir sig. Húsið brann árið 1943. Laugarnesstofa (biskupssetrið) var rifin fyrir aldamótin 1900. Byggð fór að myndast í Laugarnesi í kringum og eftir 1930. Gömlu sundlaugarnar voru við Laugarnesveg, nokkurn vegin beint á móti gatnamótunum við Reykjaveg.

Hinn landsþekkti fjöllistamaður, Hrafn Gunnlaugsson (f.17.06. 1948) býr í eigin umhverfi að Laugarnestanga 65.

Menntaskólinn í Reykjavík. Lærði skólinn, Latínuskólinn við Lækjargötu. Byggður á árunum 1844-46 (Jørgen H. Koch).
Þessi skóli hóf starfsemi sem Hólavallaskóli og var fluttur að Bessastöðum áður en hann kom til baka. Fé   til byggingar hans var veitt úr Mjölbótasjóði, tilkominn vegna skaðabóta fyrir skemmt mjöl, sem var flutt til landsins 1768. Þá fékkst einnig fé úr Kollketusjóði, sem var samskotafé erlendis vegna móðuharðindanna.

Hann var reistur á spildu úr landi Stöðlakots, utan við aðalbyggðina. Ríkishúsameistari Dana, Jørgen Hansen Koch, teiknaði húsið og viðir þess komu tilhöggnir frá Noregi. Smíðin hófst 1844 og Alþingi kom saman í hátíðarsal skólans 1. júlí 1845 og þar voru fundir þess haldnir þar til Alþingishúsið var fullbyggt árið 1881. Þar var þjóðfundurinn haldinn 1851 Skólinn hefur starfað næstum óslitið síðan 1846. Brezki herinn lagði hann undir sig á árunum 1940-42. Íþróttahús var byggt 1857. Það var rifið og núverandi hús var byggt 1898. Leiklist var að komast á í Reykjavík og sjónleikjahald hófst í skólanum 1847. Meirhluti manna, sem settu mark sitt á þjóðlífið eftir stofnun skólans, fengu menntun sína þar. Nóbelsverðlaunahafarnir Niels R. Finsen og Halldór Kiljan Laxnes, útskrifuðust úr skólanum

Íþaka. Englendingurinn Charles Kelsall ánafnaði skólanum talsverða fjárhæð í erfðaskrá sinni til byggingar bókhlöðu árið 1853. Bygging Íþöku hófst þó ekki fyrr en 1866. Umsjónarmaður og hönnuður byggingarinnar var danski timbursmiðurinn Kentz. Byggingunni lauk 1867. Þarna fékk lestrarfélag skólans, Íþaka, inni og nafnið festist við húsið. Bókhlöðustígur fékk nafn sitt af húsinu. Húsið var aðallega notað til margs konar félagsstarfsemi síðustu áratugi.

Miðbæjarskólinn, Fríkirkjuvegur 1.
Skólinn var fullbyggður árið 1898. Talið er, að hann hafi verið byggður úr timbri vegna hræðslu við  í kjölfar þeira á Suðurlandi árið 1896. Þessi skóli var eini almenni barnaskólinn fram yfir 1930. Hann var einnig notaður til margs konar annarrar starfsemi, samkomur og sýningar og fundir voru tíðir í skólaportinu á fyrri hluta 20. aldar. Þarna var aðalkosningamiðstöð í alþingis- og bæjarstjórnarkosningum.

Námsflokkar Reykjavíkur fengu inni í skólanum áður en barnaskólarekstri lauk. Þeir voru fluttir í Mjóddina vorið 2005 en skrifstofa þeirra varð eftir um skeið.

Menntaskólinn við Tjörnina var í húsinu um skeið. Síðasti barnaskólinn í húsinu var einkarekinn en flutti yfir götuna (Lækjargata 14-14b), þar sem hann starfar enn þá (2006; Búnaðarfélagshúsið – Iðnskólinn gamli).

Skólaskrifstofa Reykjavíkur flutti í Miðbæjarskólann árið 1996 úr Tjarnargötu 12 og fékk nafnið  Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Hún heitir nú Menntasvið Reykjavíkurborgar. Nýnefnið varð til við sameiningu Fræðslumiðstöðvar og Leikskóla Reykjavíkur 1. júní 2005. Það annast þjónustu við grunnskóla og leikskóla borgarinnar. Menntasviðið flutti brott 2009 og fékk inni í glerhúsi við Borgartún12-14 með öðrum stofnunum Reykjavíkurborgar.

Norræna húsið í Reykjavík (1968) er samnorræn menningarmiðstöð, sem er ætlað að styrkja   menningarleg tengsl Norðurlandanna. Finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði húsið. Byggingu þess var lokið árið 1968 og það var opnað almenningi í ágúst sama ár. Norðurlöndin fimm standa undir rekstri hússins. Þar fer fram margs konar menningar- og fræðslustarfsemi með fyrirlestrum, sýningum, ráðstefnum, fundum og hljómleikum. Í húsinu er rekið samtímabókasafn, sem nær yfir bækur frá öllum kimum Norðurlandanna á öllum tungum, sem þar eru talaðar. Bókasafnið annast einnig útlán grafískra verka og tónlistar frá Norðurlöndum. Nálægð hússins við Háskóla Íslands gerir margs konar samvinnu milli stofnananna mögulega, m.a. er þar vinnustofa fyrir norræna lektora og kennsluaðstaða. Skrifstofa Norræna félagsins er líka í húsinu. Dag hvern koma u.þ.b. 40 norræn dagblöð með flugi og liggja frammi á veitingastað hússins.

Ráðherrabústaðurinn, Tjarnargötu 32, upphaflega í landi Melkots, stóð fyrst að Sólbakka við Önundarfjörð.
Norðmaðurinn Hans Ellefsen, sem stundaði hvalveiðar við Vestfirði lét reisa það fyrir sig þar. Sagt er, að   hann hafi annaðhvort gefið Hannesi Hafstein, ráðherra, húsið, eða selt honum það fyrir eina eða fimm krónur. Húsið var flutt til Reykjavíkur og þar bjó Hannes þar til hann lét af ráðherradómi. Landssjóður Íslands keypti húsið og það var notað sem bústaður ráðherra Íslands og forsætisráðherra landsins til 1942. Það hefur verið notað sem móttökustaður ríkirsstjórnarinnar og til fundarhalda síðan. Flestir þjóðhöfðingjar annarra Norðurlanda og fleiri tignargestir hafa gist þar. Húsið var stækkað lítils háttar fyrir Alþingishátíðina 1930.

Sundhöllin í Reykjavík.
Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, lagði fyrst fram teikningu að húsi í torfbæjarstíl, en síðar aðra  í klassískum stíl, sem húsið var reist eftir. Hún var fyrsta húsið, sem var tengt hitaveitunni og hvati til byggingar sundlauga víðs vegar um landið og heitt vatn í jörðu var notað til þeirra, þar sem þess var kostur.

 

Rauðavatn er í jökuldæld austan Seláss. Áhugamannafélag um skógrækt var stofnað árið 1901 og keypti   svæði úr landi Grafarholts austan vatnsins. Tilraunir til skógræktar þar brugðust vonum manna og var hætt. Skógræktarfélag Íslands tók við resktrinum og árið 1946 Skógræktarfélag Reykjavíkur. Nokkrir sumarbústaðir standa við vatnið. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar árið 1982 gerði ráð fyrir íbúðabyggð við vatnið en að loknum sveitarstjórnakosningum sama ár var hætt við þessa fyrirætlan. Ástæðan var ekki sízt aðvörun jarðfræðinga um sprungubelti á þessu svæði. Árið 2005 hófst íbúðabyggð á svokölluðu Norðlingaholtssvæði, milli Rauðavatns og Elliðavatns, þannig að byggð færist æ nær vötnunum.

Verkamannabústaðir í Vesturbæ. Fyrsta ríkisstyrkta samstæða bústaða verkamanna var reist eftir   teikningum húsameistara ríkisins, Guðjóns Samúelssonar, árið 1931. Þeir urðu fyrstu húsin við Hringbraut og Ásvallagötu. Þau voru tvílyft, hvert með fjórum íbúðum. Þær mynda ramma utan um leikvöll og sameiginlega grasflöt. Sunnanvert við húsin voru litlir garðar. Árið 1937 fékk Gunnlaugur Halldórsson arkitekt það verkefni að teikna 70 nýjar íbúðir fyrir verkamenn við aðliggjandi götur. Hann braut upp hinn stranga ramma í skipulagi hverfisins og í stað þess að skipa húsunum hlið við hlið í samhangandi ramma, skipti hann þeim í fjórar aðskildar samstæður með opnum svæðum á milli með aðgangi frá götunum. Við hvert hús er lítill suðurgarður og stígur að leikvelli í miðju svæðisins. Húsunum í endaröðinni, við Hofsvallagötu, er raðað skáhallt til þess að auka birtu í íbúðunum. Þetta hverfi er eitthvert fyrsta dæmið um skipulag í anda „fúnksjónalisma” og er því mikilvægur áfangi í skipulagi borgarinnar.

Viðeyjarstofa.
Skúli Magnússon, landfógeti, lét reisa hana 1752-55 sem íbúðarhúsnæði. Hún er fyrsta steinhús landsins. Hönnuður hennar var danskur húsameistari. Hún átti að verða tveggja hæða, en lítur vel út sem einnar hæðar hús. Veggirnir, 85 sm þykkir, eru úr íslenzku grágrýti og voru síðan múrhúðaðir. Húsið er í rókókóstíl. Fyrsta valmaþakið, með láréttum viðarborðum, var tjargað. Lágum þakkvistum var bætt við síðar og svartar skífur lagðar á allt þakið.

Viðeyjarkirkja er í dómkirkjuprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Fornleifauppgröftur hefur   leitt í ljós, að eyjan var í byggð á 10. öld. Á 12. öld mun hafa verið byggð kirkja og árið 1225 var stofnað Ágústínsklaustur. Helztu hvatamenn klausturstofnunar voru höfðingjarnir Þorvaldur Gissurarson og Snorri Sturluson.

Kirkjugarðurinn er vestan og norðan við kirkjuna. Þar hvíla margir þjóðkunnir menn, s.s. Ólafur Stephensen, stiftamtmaður, sonur hans, Magnús Stephensen, konferensráð, Gunnar Gunnarsson, skáld, Franciska Gunnarson, kona hans og Gunnar Gunnarsson, listmálari, sonur þeirra.

Klaustrið stóð til 1539, þegar fulltrúar konungs frá Bessastöðum rændu það og lýstu eigur þess konungseign. Jón Arason, Hólabiskup, síðasti katólski biskup landsins, fór í herför suður og lagði m.a. Viðey undir sig, endurreisti klaustrið og lét byggja virki í kringum það.

Að honum látnum sama ár varð siðbótinni komið á um allt land og klausturlíf var endanlega lagt niður. Viðey varð að annexíu frá Bessastöðum og síðar aðsetur Skúla Magnússonar, landfógeta, sem lét byggja Viðeyjarstofu. Hún er fyrsta steinhús landsins og var fullbyggð árið 1755. Kirkjan var vígð árið 1774 og er hin næstelzta landsins, sem enn stendur.

Þjóðminjasafnið lét gera við byggingarnar á árunum1967-79 og 1987-89. Verkinu stjórnaði Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt. Neðanjarðarviðbyggingu var bætt við 1986-99. Nú er Viðeyjarstofa nýtt sem veitingahús og til fundarhalda.

Þjóðarbókhlaða og Háskólabókasafn. Helztu kostir byggingar, sem á að hýsa slíka starfsemi verða að   vera sveigjanleiki og stór, nýtanlegur gólfflötur með sem styztum gönguleiðum. Því varð lögun hússins ferningur. Því svipar nokkuð til virkis með turnum, mjóum gluggarifum, síki og brú, sem gefur til kynna varðveizlu mikilla verðmæta. Virkisveggurinn úr hrauni umhverfis húsið gefur líka hugmynd um vernd. Inngangurinn liggur um síkisbrú inn í forskála á annarri hæð. Háskólabókasafnið er að mestu á þriðju og fjórðu hæðum, en handrita- og þjóðdeild á fyrstu hæð. Í kjallara eru öryggisgeymslur bóka og tæknirými. Umhverfi innanhúss er gert rólegt og þægilegt með efnis- og litavali, sérhönnuðum húsbúnaði og lýsingu.

Þjóðleikhúsið. Árið 1907 kom fram hugmynd um byggingu Þjóðleikhúss. Hún vakti verðuga athygli en  engar hreyfingar í átt til framkvæmda urðu fyrr en eftir 1920. Deilur stóðu lengi um staðarval, en byggingarframkvæmdir hófust 1928. Þær stöðvuðust vegna fjárskorts 1932. Brezki herinn notaði húsið í síðari heimsstyrjöldinni en rýmdi húsið 1944. Þá var haldið áfram vinnu við það og Þjóðleikhúsið var vígt sumardaginn fyrsta árið 1950. Húsið var hraunað að utan með hrafntinnukurli úr Hrafntinnuskeri á Torfajökulssvæðinu.

Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé.

Leikið er (var) á þrem sviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Smíðaverkstæðinu með um 140 sæti og Litla sviðinu í kallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar með um 100 sæti. Um áramótin 2005-2006 var nýtt leiksvið tekið í notkun á fyrstu hæð í íþróttahúsinu, Kassinn, með um 180 sæti. Á sama tíma var Litla sviðið í kjallaranum lagt af og því rými breytt í æfingasal. Kassinn er samvinnuverkefni Þjóðleikhússins og Landsbanka Íslands sem kostar búnað og sæti í þetta nýja leikhús.

Þjóðleikhúsið hefur fengið tímabundin afnot af gamla Hæstaréttarhúsinu við Lindagötu meðan það hús bíður örlaga sinna, en það hefur nú staðið autt í 10 ár og bíður niðurrifs. Hæstaréttarhúsið verður vettvangur fræðsludeildar þjóðleikhússins og viðbúið að gamli Dómssalurinn fái nýtt hlutverk og þar verði boðið upp á skemmtilegar og fræðandi leiksýningar. Ef að líkum lætur verður tekist á í Dómssalnum í vetur og mál leidd þar til lykta fyrir opnum tjöldum.

Þjóðleikhúsið leggur áherzlu á að efla íslenzka leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur.

Á hverju leikári starfa oft milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu. Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda
Meirihluti efnis er beint af vef Þjóðleikhússins.

Viðhaldsvinnu við húsið, bæði að innan og utan, var lítt eða ekki sinnt í áratugi, þannig að það leit ókræsilega út þar til hafizt var handa við umbætur árið 2007 í leikhússtjóratíð Tinnu Gunnlaugsdóttur.

Þvottalaugarnar eru norðan Grasa-garðsins í Laugadalnum. Þær voru lengi eign Laugarness.    Gömlu þvottalaugarnarReykvíkskar húsmæður burðuðust þangað, upp Laugaveginn, með þvott sinn neðan úr bæ. Eftir þvottinn var byrðin þyngri til baka. Aðstaðan var ekki bætt fyrir samskotafé árið 1833. Þá var byggt skýli, sem fauk 1857. Konurnar máttu vera afdrepslausar til 1887, þegar Thorvaldsensfélagið sá um byggingu nýs skýlis. Árið 1902 var staðið að mestu endurbótunum við laugarnar, en smám saman dró úr notkun þeirra þar til þær stóðu sem minnismerki um fortíðina.

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson stóðu að fyrstu borun við Þvottalaugarnar árið 1755. Árið 1930 var lögð tilraunahitaveita frá Þvottalaugunum og var upphaf jarðvarmavæðingarinnar nokkrum árum síðar. Elzta dælustöð hitaveitunnar er þarna. Sú skoðun er útbreidd, að Reykjavíkurnafnið sé dregið af þessum laugum.

Örfirisey – Effersey var næstyzta eyjan á Kollafirði, u.þ.b. 5 hektarar að flatarmáli. Heimildir eru til um hana frá 1389, þegar Víkurkirkja átti þar akurland og selalátur. Hún komst í konungseign, þegar eignir klaustursins í Viðey voru gerðar upptækar.

Fjögur býli voru á eyjunni samkvæmt manntalinu frá 1703, aðalbýlið norðaustast. Þá bjuggu 32 manns í   Örfirisey. Býlunum fjölgaði nokkrum árum síðar og í Básendaflóðinu 1799 gekk sjór yfir alla eyjuna og eyddi byggð um hríð. Árið 1861 lagðist byggð þar alveg af.

Verzlun var stunduð í eyjunni og var hún þá nefnd Hólmur eða Hólmskaupstaður. Hún var flutt þaðan til  Reykjavíkur 1779-80. Á meðan hún var í Örfirisey, var hún einhver mesti verzlunarstaður landsins um tíma. Seltjarnarnes, Kjósarsýsla og allt Borgarfjarðarhérað sunnan Hvítár lágu undir hann á einokunartímanum (1602-1787). Árið 1786, þegar Reykjavík varð að kaupstað, var eyjan afhent honum. Þessi gjöf var tekin til baka, þannig að bæjarstjórnin varð að kaupa hana, þegar áætlanir lágu fyrir um hafnargerð. Eyjan féll undir lögsögu Reykjavíkur árið 1835. Eftir að byggð lagðist þar af, var hún notuð til slægna og útigöngu hrossa. Þegar lýsisbræðsla var hafin þar, barst fýlan frá henni oft yfir bæinn og þá var farið að tala um peningalykt. Þegar í upphafi var gerður grjótgarður á eiðinu út í eyjuna og hann kallaður grandinn. Eftir að nýr og stærri garður var lagður úti í eyjuna 1913 og árin á eftir, varð eyjan vinsæll útivistarstaður. Þar var byggður sundskáli 1925, því sjóböð komust í tízku. Bretar byggðu þar talsverð mannvirki eftir hernámið, þannig að minjar, sem kunna að hafa verið þar, fóru forgörðum. Á seinni helmingi 20. aldar risu þar mörg hús, einkum tengd fiskvinnslu og útgerð og stöðugt var unnið að landfyllingu. Nyrzti hluti eyjarinnar, þar sem olíutankarnir eru. Samkvæmt munnmælum rak öndvegissúlur Ingólfs þar á land. Þar á hann að hafa kveikt í þeim og falið guðunum að láta reykinn benda sér á bústað.

Eyjarnar í Kollafirði

Höfuðborgarsvæðið ferðast og fræðast

Myndasafn

Í grennd

Ferðast og Fræðast,
Ferðast og Fræðast Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Nún…
Harpan
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpan Á hafnarbakkanum þar sem Austurbugt og Ingólfsgarður mætast var reist tónlistar- og ráðstefnuhús sem þjóðin hafði…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Reykjavíkurflugvöllur
Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til landsins til að  aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi. Honum l…
Reykjavíkurhöfn
Höfnin í Reykjavík Gamla höfnin, svonefnda, er innan Grandagarðs, Noðrurgarðs og Ingólfsgarðs og nær að Mýrargötu,   Geirsgötu og Tryggvagötu. Hún er…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )