Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borðeyri

bordeyri

Borðeyri er innanlega við Hrútafjörð vestanverðan og er löggildur verslunarstaður síðan 1846. Á Borðeyri var fyrrum lífleg verslun og mikill útflutningur búfjár á síðustu öld. Nú er þar þjónustukjarni fyrir sveitina í kring. Stutt er frá Brú við hringveginn til Borðeyrar og vel þess virði að leggja smálykkju á leið sína til að skoða staðinn. Skráður íbúaföldi á Borðeyri 1. des. 2022 var 10.

Á Borðeyri kynntist Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir Thor Jensen þau eignuðust 12 börn, Margrét var eiginkona hans í rúm 60 ár.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur var dóttursonur Thors og Björgólfur Thor athafnamaður er langafabarn hans.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 165 km.

Hólmavik 108 km<Borðeyri> Staðarskáli 4 km.

Myndasafn

Í grend

Bær
Arndís auðuga Steinólfsdóttir nam land út frá Borðeyri og settist að á Bæ. Landnámabók segir, að Bálki Blængsson, sem var fyrstur landnámsmanna við Hr…
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )