Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borðeyri

bordeyri

Borðeyri er innanlega við Hrútafjörð vestanverðan og er löggildur verslunarstaður síðan 1846. Á Borðeyri var fyrrum lífleg verslun og mikill útflutningur búfjár á síðustu öld. Nú er þar þjónustukjarni fyrir sveitina í kring. Stutt er frá Brú við hringveginn til Borðeyrar og vel þess virði að leggja smálykkju á leið sína til að skoða staðinn. Skráður íbúaföldi á Borðeyri 1. des. 2022 var 10.

Á Borðeyri kynntist Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir Thor Jensen þau eignuðust 12 börn, Margrét var eiginkona hans í rúm 60 ár.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur var dóttursonur Thors og Björgólfur Thor athafnamaður er langafabarn hans.

Thor Jensen:
Fríkirkjuvegur 11 i Reykjavk stendur á lóð úr Útsuðurvelli. Thor Jensen lét byggja húsið fyrir sig og fjölskyldu sína, þar sem hún bjó til ársins 1939.
Samtök bindindismanna keyptu húsið og notuðu það fyrir skrifstofur og til samkomuhalds. Þá fékk það nafnið „Bindindishöllin”.
Reykjavíkurborg eignaðist húsið síðar og notaði það sem miðstöð Íþrótta- og tómstundaráðs.
Björgólfur Thor Björgólfsson, afkomandi Thors Jensen, keypti húsið af borginni fyrir u.þ.b. 600 milljónir árið 2006.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 165 km.

Staðarskáli 4 km.<Borðeyri>Hólmavik 108 km.

Myndasafn

Í grennd

Bær Hrútafjörður
Arndís auðuga Steinólfsdóttir nam land út frá Borðeyri og settist að á Bæ. Landnámabók segir, að Bálki Blængsson, sem var fyrstur landnámsmanna við Hr…
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast þjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn fór úr alf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )