Borðeyri er innanlega við Hrútafjörð vestanverðan og er löggildur verslunarstaður síðan 1846. Á Borðeyri var fyrrum lífleg verslun og mikill útflutningur búfjár á síðustu öld. Nú er þar þjónustukjarni fyrir sveitina í kring. Stutt er frá Brú við hringveginn til Borðeyrar og vel þess virði að leggja smálykkju á leið sína til að skoða staðinn. Skráður íbúaföldi á Borðeyri 1. des. 2022 var 10.
Á Borðeyri kynntist Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir Thor Jensen þau eignuðust 12 börn, Margrét var eiginkona hans í rúm 60 ár.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur var dóttursonur Thors og Björgólfur Thor athafnamaður er langafabarn hans.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 165 km.
Hólmavik 108 km. <Borðeyri> Staðarskáli 4 km.