Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borðeyri

Borðeyri
Arndís auðuga Steinólfsdóttir nam land út frá Borðeyri og settist að á Bæ. Landnámabók segir, að Bálki Blængsson, sem var fyrstur landnámsmanna við Hrútafjörð, hafi búið síðustu æviárin á Bæ. Bær var og er höfuðból, fyrrum setur sýslumanns og þingstaður Bæjarhrepps til 1979 en þá var hann fluttur að Borðeyri. Bær er kostajörð og þar eru nú tvö lögbýli. Á Bæjarnesi, sem gengur í sjó fram, eru friðlýstar náttúruminjar, s.s. steingervingar nákuðunga. Bæjarey, Baldhólmi og nokkur sker eru fyrir landi og þar er nokkuð æðarvarp og reki. Meðal annarra hlunninda jarðarinnar er mór, silungsveiði í vötnum og grasatekja. Meðal kunnra ábúenda var Þorleifur Kortsson, sýslumaður og lögmaður norðan og vestan, sem vann sér orðstír fyrir afskipti af galdramálum og dugnaði við að koma fólki á bálið. Rétt innan túns eru taldar vera fornar dysjar, Þrælahaugar eða Þrælshaugar. Séra Búi Jónsson skrifaði lýsingu Prestbakkasóknar um miðja 19. öld og segist hafa fundið mannabein í haugunum.  

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja ...
Prestbakkaá
Prestbakkaá er lítil tveggja stanga á. Við hana stendur ágætt hús fyrir veiðimenn, þar sem þeir sjá um sig.  Áin rennur í vestanverðan ...
Prestbakkakirkja
Prestbakkakirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi, en Strandaprófastsdæmi var sameinað því 1970 og fluttist þá um leið ...
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður sy ...
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð er við Hrútafjörð í V.-Húnavatnssýslu annast upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn. Í sýslunni er að ...
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )