Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes

Seltjarnarneskaupstaður stendur vestast á samnefndu nesi. Góð verzlunarþjónusta er á Seltjarnarnesi og einnig eru mörg fyrirtæki í léttum iðnaði með aðsetur sitt þar. Útifyrir nesinu er Grótta með sinn fræga Gróttuvita en þar er fjölbreytt fuglalíf og landið friðlýst. Mjög er áhugavert að stunda gönguferðir um Seltjarnarnes og þá sérstaklega um fjörur og í kringum Bakkatjörn en þar, sem víðast á nesinu, er einnig fjölbreytt fuglalíf.

Stórkostlegt útsýni er frá nesinu út yfir Faxaflóa og sólarlagið þar þykir undurfagurt. Bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur eru ekki merkjanleg en samruni bæjarfélaganna er ekki fyrirsjáanlegur, enda Seltirningar stoltir og ánægðir með sitt sveitarfélag, og það að sönnu.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Friðland við Bakkatjörn
Bakkatjörn var friðlýst árið 2000. Bakkatjörn er ísölt tjörn og hefur svo verið frá um 1960 þegar lokað var fyrir leirvog sem þar var. Lægð kölluð Rás…
Grótta
Útifyrir nesinu er Grótta með sinn fræga Gróttuvita en þar er fjölbreytt fuglalíf og landið friðlýst. Mjög er áhugavert að stunda gönguferðir um Seltj…
Höfuðborgarsvæðið, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá botni Hvalfjarðar og vestan Þingvallavatns til sjávar við rætur Reykjaness. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæði…
Nesklúbburinn
NESKLÚBBURINN Nesvöllur 170 Seltjarnarnes Sími: 561-1930 Fax: 561-1966 9 holur, par 36. Seltjarnarneskaupstaður stendur vestast á samnefndu ne…
NESSTOFUSAFN
Nesstofusafn á Seltjarnarnesi við Neströð er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands en rekið sem sjálfstæð stofnun. Það er sérsafn á sviði heilbrigðismála og …
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )