Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Garðabær

Garðabær

Þingvellir 49 kmSelfoss 57 km<Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 kmGrindavík 52 km.

Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarréttindi árið 1976 og hefur vaxið einna örast sveitafélaga   á landinu. Margir telja Garðabæ vera svefnbæ í næsta nágrenni Reykjavíkur, en of fáir vita þó að u.þ.b. 3000 störf eru innan bæjarfélagsins, sem telur um 8000 íbúa og fer fjölgandi. Góðir skólar eru í Garðabæ m.a. nýr fjölbrautarskóli og var Garðabær eitt allra fyrsta sveitarfélagið til að einsetja skólana. Innan Garðabæjar eru Vífilsstaðir þar sem stórt og fullkomið sjúkrahús fyrir berklasjúklinga var byggt á fyrsta tugi 20. aldar og berklum var nærri verið útrýmt á landinu. Á fjórða áratugnum var starfseminni beint að lungna- og öndunarfærasjúklingum. Í janúar 2004 varð spítalinn að hjúkrunarheimili fyrir 50 aldraða sem deild í Landsspítala háskólasjúkrahúss. Húsnæðið var endurhannað vegna þessa nýja hlutverks og öll tól og tæki ný. Vífilsstaðir og Vífilsstaðavatn eru í jaðri þéttbýlisins en góð silungsveiði er í vatninu.

Mikið menningarlíf er í bænum og margir þekktir listamenn eru búsettir þar eða hafa alizt þar upp. Þrír golfvellir eru í bæjarlandinu þ.a.m. einn á Vífilsstaðatúninu. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Garðabæ og um bæinn þveran og endilangan eru góðir göngustígar en einnig eru góðar gönguleiðir utan þéttbýlis.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Golfkúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Vífilstaðavöllur 210 Garðabær Sími: 565-7373 Fax: 565-9191 gkg@gkg.is 18 holur, par 35/35. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður 24…
Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Höfuðborgarsvæðið, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá botni Hvalfjarðar og vestan Þingvallavatns til sjávar við rætur Reykjaness. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæði…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Vífilsstaðir
Vífilsstaðir var bær norðvestan Vífilstaða-vatns. Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar,  fyrsta landnáms-mannsins. Hann var annar t…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )