Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir var bær norðvestan Vífilstaða-vatns.

Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar,  fyrsta landnáms-mannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir. Vífilsfell er einnig kennt við hann, því hann var maður veðurhræddur og gekk á fellið á hverjum degi til að gá til veðurs áður en hann héldi til fiskveiða.

Hinn 1. september 1910 var heilsuhæli fyrir berklasjúklinga tekið í notkun á Vífilsstöðum. Þetta stóra hús var þá líklega hið stærsta á landinu og var byggt fyrir samskot eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar.

Samkvæmt heimildum var Sigurður Eyjólfsson (Bróðir Jóns Eyjólfssonar faðir Jóhannesar sem kendur var við Bónus.
Faðir Óla (Sigurður Eyjólfsson) Óli sem var forstjóri Olis.
Sigurður Eyjólfsson mun hafa verið síðasti sjúklingur berklasjúklinga á Vífilsstöðum.

Upp úr aldamótunum 1900 var dánartíðni berklasjúklinga hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Eftir tilkomu berklahælanna, sem voru opnuð víða um land, dró úr þessari þróun og núna er dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms lægri hérlendis en í nokkru öðru landi heims. Starfsemi heilsuhælisins var hætt og því breytt í spítala fyrir sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum árið 1973. Samhliða rekstri berklahælisins var stórt kúabú, sem lagt var niður árið 1974. Meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga, sem er deild frá Kleppsspítala var stofnuð þar í sérhúsnæði árið 1976. Spítalanum var lokað 2002.

Hinn 7. september 2010 skrifaði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, grein á vefsetri veðurstofu Íslands, sem hefst á þessum orðum: „Nú eru eitt hundrað ár liðin frá stofnun Vífilsstaðaspítala. Þá má nota tækifærið til að rifja upp, að þar var veðurathugunarstöð á árunum 1910 til 1923. Fyrstu sólskinsstundamælingar á landinu voru gerðar á Víflisstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Garðabær
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarrét…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )