Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vífilsfell

Vífilsfell

Vífilsfell er 655 m hátt og býður upp á klassíska fjallgöngu (Vífilsfell var líka kallað Lyklafell). Hefðbundin leið er liggur upp að norðaustan og er gengið frá námunum. Eftir stutta göngu að fjallinu tekur við brekka upp á sléttan stallinn. Því næst tekur við fjölbreytileg ganga að klettóttum toppnum. Frá toppinum fæst skemmtilegt útsýni að höfuðborginni í næsta nágrenni fjallsins.  Á toppnum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp.

Vegalengd 5,5 km og göngutími 2,5-3 klst. Hækkun um 400 metrar, en fjallið er um 665 metrar að hæð.

Vífilstaðir: Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáms-mannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir. Vífilsfell er einnig kennt við hann, því hann var maður veðurhræddur og gekk á fellið á hverjum degi til að gá til veðurs áður en hann héldi til fiskveiða.

Myndasafn

Í grennd

Bláfjöll
Bláfjöll teygjast til vesturs frá Vífilsfelli ofan Sandskeiðs á þjóðleiðinni austur fyrir fjall.  Vegur liggur um Bláfjallasvæðið, allt frá þjóðvegi n…
Garðabær
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarrét…
Vífilsstaðir
Vífilsstaðir var bær norðvestan Vífilstaða-vatns. Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar,  fyrsta landnáms-mannsins. Hann var annar t…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )