Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vífilsfell

Vífilsfell

Vífilsfell er 655 m hátt og býður upp á klassíska fjallgöngu (Vífilsfell var líka kallað Lyklafell). Hefðbundin leið er liggur upp að norðaustan og er gengið frá námunum. Eftir stutta göngu að fjallinu tekur við brekka upp á sléttan stallinn. Því næst tekur við fjölbreytileg ganga að klettóttum toppnum. Frá toppinum fæst skemmtilegt útsýni að höfuðborginni í næsta nágrenni fjallsins.  Á toppnum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp.

Vegalengd 5,5 km og göngutími 2,5-3 klst. Hækkun um 400 metrar, en fjallið er um 665 metrar að hæð.

Vífilstaðir: Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáms-mannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir. Vífilsfell er einnig kennt við hann, því hann var maður veðurhræddur og gekk á fellið á hverjum degi til að gá til veðurs áður en hann héldi til fiskveiða.

Myndasafn

Í grennd

Bláfjöll
Bláfjöll teygjast til vesturs frá Vífilsfelli ofan Sandskeiðs á þjóðleiðinni austur fyrir fjall.  Vegur liggur um Bláfjallasvæðið, allt frá þjóðvegi n…
Garðabær
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarrét…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )