Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akranes

akrafell

Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga.

Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og nokkur örnefni eru því til staðfestingar.

Yzti tangi nessins var að fornu nefndur Skagi og síðar Skipaskagi og eru Akurnesingar gjarnan nefndir   Skagamenn.

Útgerð hófst snemma á Akranesi og hefur atvinnulíf á Akranesi fyrst og fremst byggst á sjávarútvegi og fiskvinnslu. Iðnaður er einnig verulegur hluti atvinnulífsins og hefur eina sementsverksmiðja landsins verið starfrækt þar áratugum saman.

Járnblendiverksmiðjan og Norðurál eru á Grundartanga í næsta nágrenni Akraness við Hvalfjörð og starfar fjöldi Akurnesinga hjá þeim fyrirtækjum.

Verzlun og önnur þjónusta er blómleg og þjónusta við ferðamenn eykst. Skagamenn eru sennilega einna þekktastir fyrir knattspyrnuáhuga sinn og hafa knattspyrnumenn og knattspyrnulið þeirra verið meðal hinna sigursælustu á landinu í áratugum saman. Með tilkomu Hvalfjarðarganga er vegalengdin frá Reykjavík 49 km

 

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnar ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )