Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akranes

Akranes Lighthouse

Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga.

Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og nokkur örnefni eru því til staðfestingar.
Akurnesingar halda árhvert Írska daga.

Yzti tangi nessins var að fornu nefndur Skagi og síðar Skipaskagi og eru Akurnesingar gjarnan nefndir   Skagamenn.

Útgerð hófst snemma á Akranesi og hefur atvinnulíf á Akranesi fyrst og fremst byggst á sjávarútvegi og fiskvinnslu. Iðnaður er einnig verulegur hluti atvinnulífsins og hefur eina sementsverksmiðja landsins verið starfrækt þar áratugum saman.

Járnblendiverksmiðjan og Norðurál eru á Grundartanga í næsta nágrenni Akraness við Hvalfjörð og starfar fjöldi Akurnesinga hjá þeim fyrirtækjum.

Verzlun og önnur þjónusta er blómleg og þjónusta við ferðamenn eykst. Skagamenn eru sennilega einna þekktastir fyrir knattspyrnuáhuga sinn og hafa knattspyrnumenn og knattspyrnulið þeirra verið meðal hinna sigursælustu á landinu í áratugum saman. Með tilkomu Hvalfjarðarganga er vegalengdin frá Reykjavík 49 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Akrafjall
Akrafjall (643 m) er milli Hvalfjarðar og Leirárvogar austan Akraness. Fjallið er mjög áberandi frá Reykjavík og er klofið til vesturs líkt og Hafnarf…
Arnes Pálsson, útilegumaður
Arnes Pálsson (fæddur 1719) var útilegumaður og tugthúslimur. Hann komst fyrst undir manna hendur árið 1765. Hann er fæddur á Seltjarnarnesi og alinn …
Byggðasafnið í Görðum
Byggðasafnið í Görðum er (var) sjálfseignarstofnun. Starfssvæði safnsins er Akraneskaupstaður og byggðarlögin sunnan Skarðsheiðar. Þessir aðilar leggj…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Golfklúbburinn Leynir
300 Akranes Sími: 431-2711 18 holur, par 74 leynir@simnet.is Golfklúbbur Akraness var stofnaður 15. mars 1965. Akranes varð kaupstaður árið 1942…
Golfvöllurinn á Þórisstöðum
301 Akranes Sími: 433 4 km frá Ferstiklu. 9 holur, par 35 Ferðaþjónustan á Þórisstöðum hefur rekið golfvöllinn um árabil. 9 holur nú fullgerðar …
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Tjaldstæðið Akranes
Verzlun og önnur þjónusta er blómleg og þjónusta við ferðamenn eykst. Skagamenn eru sennilega einna þekktastir fyrir knattspyrnuáhuga sinn og hafa kna…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )