Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akrafjall

akrafell

Akrafjall (643 m) er milli Hvalfjarðar og Leirárvogar austan Akraness. Fjallið er mjög áberandi frá Reykjavík og er klofið til vesturs líkt og Hafnarfjall og Esja. Það var umflotið sjó á jökulskeiðum. Gróðurteygingar eru vítt og breitt um fjallið og svartbakurinn á varpstöðvar þar. Enn þá fer margt fólk á hverju sumri til að safna eggjum í Akrafjalli. Fýl hefur fjölgað í fjallinu síðan 1940.

Norðvestan miðju fjallsins er víða að finna fallegt blágrýtisstuðlaberg.

Ein af mörgum skondnum sögum um Arnes Pálsson, útileguþjóf, gerist á Akrafjalli. Vitað var af veru hans þar um skamma hríð sumarið 1756. Hópur manna fór að leita hans og hann sá þann kost beztan að blanda sér í hóp leitamanna. Eftir árangurslausa leit daglangt fóru menn til sins heima og áttuðu sig þá fyrst á brellunni, en þá var Arnes á bak og burt.

Norðan í Hvalfelli er hellir, þar sem Arnes útileguþjófur bjó í tvö ár.
Frægasti útlegumaður hér á landi, fyrir utan Fjalla-Eyvind, var Arnes Pálsson.

Hvalvatn

Myndasafn

Í grennd

Akranes
Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )