Hvalvatn er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Það er 4,1 km², dýpst 180 m og í 378 m hæð yfir sjó. Það er talið annað dýpsta stöðuvatn landsins á eftir Öskjuvatni.
Útfall vatnsins er Botnsá, sem rennur til Hvalfjarðar.
Skinnhúfuhöfði (424m) er austan Hvalvatns. Akstursleiðin er úr Víðikerjum á Uxahryggjavegi liggur að honum. Umhverfi vatnsins er fagurt og stórbrotið. Í vatninu er bleikja. Rétt fyrir austan Hvalvatn eru Krókatjarnir. Þar er töluvert af bleikju, en sú veiði tilheyrir Þingvallahreppi.
Norðan í Hvalfelli er hellir, þar sem Arnes útileguþjófur bjó í tvö ár.
Frægasti útlegumaður hér á landi, fyrir utan Fjalla-Eyvind, var Arnes Pálsson.
Eigendur, Hvalsvatn er Stóra Botn.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 75 km.