Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Glymur Hvalfirði

Glymur

Hæsti foss landsins, Glymur, er í Botnsá í Hvalfirði. Botnsá er afrennsli Hvalvatns niður í Botnsvog. Áin steypist niður í stutt en mjög djúpt gljúfur, sem gerir fossinn næstum 200 m háan. Botnsá skiptir á milli Kjósar- og Borgarfjarðarsýslna. Stuttur vogsbotninn er víða kjarri vaxinn, umhverfið mjög sumarfagurt og hentugt til útivistar.

Það er engum ofverk að ganga upp að Glym, sem þó sést hvergi allur, nema vazlað sé í ánni upp gljúfrið. Það er þó hvorki á allra færi né hættulaust vegna grjóthruns, þannig að auðveldara og hættuminna er að skoða hluta fossins frá gljúfurbörmunum. Alvarlegt slys varð vegna grjóthruns á hóp fólks í ferð um gljúfrið.

Ein af skemmtilegri þjóðsögum landsins, „Rauðhöfði“, snertir þetta svæði og gefur skýringar á nafngiftum þar.

Myndasafn

Í grennd

Botnsá
Áin rennur úr Hvalvatni og fellur til sjávar í Hvalfjarðarbotni. Áin er frægari fyrir þjóðsögur henni , svo og hæsta fossi landsins, Glym, heldur en f…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Hvalvatn
Hvalvatn er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Það er 4,1 km², dýpst 180 m og í 378 m hæð yfir sjó. Það er talið annað dýpsta stöðuvatn landsins á …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )