Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jarðfræði Vesturland

Kirkjufell

JARÐFRÆÐI VESTURLAND

Grábrókargígar og hraunið eru 3600 – 4000 ára.

Baula: Hreinir hraungúlar ekki til á Íslandi. Hún er bergeitill úr súru bergi (Laccolith, grunnt innskot). Líklega eru þá Hlíðarfjall, Hágöngur o.fl. af sama toga. Flest orðin til undir jökli.

Á Snæfellsnesi er alkalískt berg, ríólít og granófýr.

Suðurlands- og Snæfellsnesgosbeltin eru dæmi um hliðarbelti (Flank Zones).

Lýsisskarðskerfi. Nútímagos: Hraunsmúlahraun og Bláfeldarhraun, bæði gömul. Sprungur kerfisins ná norðan frá Búlandshöfða að Tröllatindum í Staðarsveit.
Snæfellsjökull er virk (dormant) alkalísk, andesít eldstöð. Síðast gaus fyrir u.þ.b. 1760 árum en þar áður fyrir u.þ.b. 3000 árum. Þetta voru öflug sprengi- og gjóskugos. Hálft fjallið hrundi. E.t.v. urðu gos síðar í litlum gígum umhverfis.

SNÆFELLSJÖKULSKERFIÐ – NÚTÍMAHRAUN
HRAUN ELDSTÖÐ HRAUNGERÐ ALDUR
BÚÐAHRAUN Búðaklettur Apalhraun 5000-8000 ára
HNAUSAHRAUN Breiðuvík Gigur sunnan Jökulháls Apalhraun <1750 ára?
KLIFSHRAUN o.fl. v/Hnausahr.gíga Apalhraun <1750 ára?
KÁLFATRAÐA og HELLNAHRAUN Snæfellsjökull? Apalhraun <1750 ára?
HÁAHRAUN Snæfellsjökull? Apalhraun 1750 ára?
SAXHÓLAHRAUN Tveir gígar Apalhraun –
PRESTAHRAUN Rauðhólar Apalhraun –
VÆRUHRAUN Sjónarhóll Apalhraun <1750 ára?
NESHRAUN Öndverðaneshólar Helluhraun <1750 ára?
Aðrar eldstöðvar á þessu svæði eru m.a. Lóndrangar, Purkhólar, Hólahólar og Bárðarlaug (sprengigígur eldri en 10.000 ára).
Heimildir: Haukur Jóhannesson, ýmis rit.

LJÓSUFJALLAKERFIÐ
AUSTAN HRAUNSFJARÐAR

HRAUN ELDSTÖÐ HRAUNGERÐ ALDUR
BERSERKJAHRAUN Þrjú gos Kotahraunskúla
Rauðakúla I
Gráakúla
Smáhraunskúla Aska
Vikur
Apalhraun
– ca 4000 ár
MIÐSVÆÐIÐ
SVELGSÁRHRAUN Rauðakúla II
+gossprunga Apalhraun <4000 ára
HÖRGSHOLTSHRAUN Rauðakúla III Apalhraun <4000 ára
TUNNUHRAUN Gígaröð v/skyrt. Apalhraun <4000 ára
LANGADALSHRAUN Rauðakúla IV Apalhraun <4000 ára
HNAPPADALUR
RAUÐAMELSHRAUN Rauðamelskúlur Apalhraun ca 2600 ára
GULLBORGARHRAUN Gullborg Helluhraun ca 2600 ára
ELDBORGARHRAUN Eldborg o.fl. gígar Helluhraun ca 2600-5000 ára*
RAUÐHÁLSAHRAUN Rauðhálsar Apalhraun/gjóska ca 1000 ára
HÍTARDALUR
HÓLMSHRAUN Rauðhálsar Þórarinsdal Apalhraun –
HAGAHRAUN Hróbjargagígar Apalhraun –
RAUÐKÚLUHRAUN Rauðakúla V Apalhraun –
HRAUNDALSHRAUN Rauðakúla VI Apalhraun –
NORÐURÁRDALUR
GRÁBRÓKARHRAUN Grábrókargígar Apalhraun <3600 ára
Heimildir: Haukur Jóhannesson, ýmis rit.

*Eldborg er 5000 – 8000 ára (flæðigos; effusive eruption). Yngri hraun (ca 2600 ára) þekja eldra Eldborgarhraunið.

Eldvirkni á Snæfellsnesi

Eldvirkni á Snæfellsnesi er á hliðarbeltum vestan aðalrekássins og leiða má líkur að a.m.k. einu eldgosi í þessum landshluta á sögulegum tíma, þótt nútímavísindi taki ekki undir frásögn í Landnámu um tilurð Eldborgar. Hún er nú talin eldri en 5000 ára en nokkuð víst þykir, að stór gjallgígur norðaustan Eldborgar, Rauðhálsar, hafi myndast í gosi snemma á landnámsöld. Vísindamenn eru ekki sammála um ástæður eldvirkni á þessum slóðum. Vestasta goskerfið er kennt við Snæfellsjökul. Það nær yfir u.þ.b. 600 km² svæði. Austar er Lýsuskarðskerfið, sem nær yfir u.þ.b. 150 km² svæði og Ljósufjallakerfið enn austar og nær yfir 1800 km² svæði. Þessi þrjú eldvirku kerfi hafa öll verið virk á nútíma. Hið fyrstnefnda gæti hafa gosið allt að þrjátíu sinnum og síðast fyrir tæpum 1800 árum. Lýsuskarðskerfið hefur líklega gosið tvisvar á nútíma og Ljósufjallakerfið rúmlega 20 sinnum. Nokkru austar er Snjófjallakerfið, sem lét ekki á sér kræla á síðari hluta ísaldar og á nútíma.

Snæfellsjökull (1446m) er meðal formfegurstu jökla landsins og er talinn vera miðja kerfisins. Hann hvílir á keilulaga eldfjalli, sem hefur ekki gosið síðustu 1750 árin og umhverfis það eru nokkur hraun og fallegir gígar frá nútíma. Sum hraunanna hafa runnið í sjó fram og styrkt yzta hluta Snæfellsness gegn náttúruöflunum. Gosin í Snæfellsjökli eru talin hafa verið bæði sprengigos og hraungos, eins og glöggt má sjá í hlíðum fjallsins. Gígur fjallsins er u.þ.b. 200 metra djúpur. Hann er fullur af ís og umhverfis hann eru íshamrar. Hæstu hlutar hans eru kallaðar Jökulþúfur.

Nokkur áberandi merki eldvirkni þessa svæðis frá nútíma eru Búðaklettur (5000-8000 ára) austast, Hnausahraun á Jökulhálsi (<1750 ára), Klifshraun á Jökulhálsi (<1750 ára), Hellna- og Kálfatraðahraun (<1750 ára), Háahraun (úr Snæfelli; 1750 ára), Saxhólahraun, Prestahraun (Rauðhólar), Væruhraun (Sjónarhóll; <1750 ára), Neshraun (Öndverðanesshólar) o.fl. Eldri gosminjar eru m.a. Lóndrangar (gígkjarnar), Purkhólar (yngri hraun ofan á), Hólahólar (líklega myndaðir í sjó og tendir landi í yngri gosum), Bárðarlaug (>10.000 ára) o.fl.

Lýsuskarð er nálægt miðju Snæfellsnessins. Í þessu kerfi ber mest á minjum eldvirkni á ísöld en inn á milli eru hraunlög frá hlýskeiðum. Aðeins Hraunsmúlahraun og Bláfeldarhraun, beggja vegna Lýsuhyrnu, eru rakin til nútíma. Þau steyptust niður fjallshlíðarnar og eru mjög áberandi lá leiðinni um sunnanvert Snæfellsnes. Sprungukerfi þessa svæðis er mest áberandi milli Tröllatinda í Staðarsveit og Búlandshöfða.

Ljósufjöll eru lítill fjallgarður sunnan Stykkishólms og draga nafn sitt af ljósgrýti (ríólíti), sem gerir þau ljósari yfirlitum en blágrýti og móberg. Tíðast hefur gosið á nútíma í Hítardal og Hnappadal og kerfið er talið ná á milli Kolgrafarfjarðar og Norðurárdals. Áberandi minjar nýlegri eldstöðva eru í Berserkjahrauni, við Rauðamel, Gullborg, Barnaborg, Rauðhálsar og Eldborg. Lítið er kunnugt um aldur flestra þessara rúmlega tuttugu eldstöðva í kerfinu og allmargir hellar mynduðust við sum gosanna. Talið er að Rauðamelskúlur séu u.þ.b. 2600 ára.

Grábrókarhraun er meðal úfnustu apalhrauna hérlendis. Það rann frá Grábrókargígum í Norðurárdal fyrir 3600-4000 árum og er vaxið mosa, lyngi og runnagróðri. Grábrók er stærst gíganna þriggja á gossprungu með stefnuna norðvestur til suðausturs. Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti 1962 eftir að búið var að nema úr þeim talsvert gjall til ofaníburðar í vegi. Hraunið sjálft er á náttúruminjaskrá. Ganga upp á Grábrók er auðveld, þar sem búið er að koma fyrir tröppum upp erfiðustu hjallana, og fólk er beðið um að halda sig einungis á þeim stíg. Útsýni er fagurt af Grábrók í góðu veðri og stutt þaðan í aðrar náttúruperlur, s.s. Hreðavatn, Paradísarlaut og fossinn Glanna í Norðurá. Aðrar skemmtilegar gönguleiðir, bæði stuttar og langar liggja um svæðið meðfram Norðurá og alla leið að Múlakoti og Jafnaskarði.

Helztu Hraun og eldstöðvar eru: Berserkjahraun (Smáhraunskúla, Rauðakúla, Kotahraunskúla; ca. 4000 ára), Svelgsárhraun (Rauðakúla; <4000 ára), Hörgsholtshraun (Rauðakúla; <4000 ára), Tunnuhraun (við Skyrtunnu), Langadalshraun (Rauðakúla), Rauðamelshraun (Rauðamelskúlur; ca 2600 ára), Gullborgarhraun (Gullborg), Eldborgarhraun (aðallega Eldborg), Rauðhálsahraun (ca 1000 ára), Hólmshraun (Rauðhálsar á Þórrinsdal), Hagahraun (gígar við Hróbjörg), Rauðkúluhraun (Rauðakúla), Hraundalshraun (Rauðakúla) og Grábrókarhraun (Grábrók + 2).

Myndasafn

Í grennd

Jarðfræði Íslands
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )