Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grundarfjörður

Kirkjufell

Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Samnefnt kauptún er staðsett í vinalegu umhverfi inni í firðinum og er þar mikil fiskvinnsla og útgerð. Í botni Grundarfjarðar á Grundarkampi er forn verslunarstaður og eru þar tóftir allt frá tímum einokunarverslunarinnar.

Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1787, en þau voru tekin aftur 1836. Um aldarmótin 1800 fengu Frakkar aðsetur í Grundarfirði og byggðu þar m.a. sjúkraskýli og kirkju. Þeir fóru þaðan um 1860. Frá Grundarkampi er ágæt gönguleið að Grundarfossi og Kvernárfossi. Næsti fjörður vestan Grundarfjarðar er Kolgrafafjörður, sem hét forðum Urthvalafjörður, síðar Hvalafjörður og Hvalfjörður áður en hann fékk núverandi nafn. Þar næst kemur Hraunsfjörður, sem dregur nafn af Berserkjahrauni.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 185 km.

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnar ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...
Tjaldstæðið Grundarfjörður
Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1787, en þau voru tekin aftur 1836. Um aldarmótin 1800 fengu Frakkar aðsetur í Grundarfirði og ...
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )