Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Grundarfjörður

grundarfjordur

Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1787, en þau voru tekin aftur 1836. Um aldarmótin 1800 fengu Frakkar aðsetur í Grundarfirði og byggðu þar m.a. sjúkraskýli og kirkju. Þeir fóru þaðan um 1860. Frá Grundarkampi er ágæt gönguleið að Grundarfossi og Kvernárfossi. Næsti fjörður vestan Grundarfjarðar er Kolgrafafjörður, sem hét forðum Urthvalafjörður, síðar Hvalafjörður og Hvalfjörður áður en hann fékk núverandi nafn. Þar næst kemur Hraunsfjörður, sem dregur nafn af Berserkjahrauni.

Tjaldsvæðið á Grundarfirði er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins. Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Grundarfjörður
Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Sa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )