Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Veiðivötn Hrauneyjarsvæði

Hálendisveiði

Veiðivötn eru meðal fegurstu svæða landsins. Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í náttúruhamförum árið 1477, þegar gaus á Veiðivatnasprungunni, allt frá Landmannalaugum að Jökulheimum. Vötnin eru u.þ.b. 50 af öllum stærðum og gerðum en flest svokölluð gígvötn. Veiðivatnasvæðið er u.þ.b. 20 km langt og 5 km breitt frá suðvestri til norðausturs. Mörg vatnanna hafa að- og frárennsli neðanjarðar, því berggrunnurinn á þessu svæði er mjög gropinn. Nyrst og austast eru Hraunvötn. Við sum vötnin eru gróðurvinjar og gróðurinn þarna er mjög viðkvæmur. Það finnst silungur í 20-30 þessara vatna.

Fyrir 1920 gat aðgætinn maður oftast skorið úr, eftir lit og lögun, úr hvaða vatni fullvaxinn urriði var veiddur. Árið 1918 spjó Katla svo mikilli ösku yfir vatnasvæðið, að nærri kæfði allan gróður. Þá þvarr veiði svo í vötnunum, að eigi fékkst nema einn og einn gamall horslápur en beinagrindur lágu með löndum. Eftir 4-5 ár fór að votta fyrir ungviði og fór veiði svo vaxandi næsta áratug í Veiðivötnum.

Hrauneyjar eru svæði sunnan Tungnár, þar sem Hrauneyjarfell er og Hrauneyjarfoss var áður en áin var virkjuð neðan við Fossöldu norðan ár. Áin var stífluð austan fossins og þar hefur myndast uppistöðulón. Svæðið norðan ár heitir Þóristungur og skammt neðan virkjunarinnar (lokið 1981; 210 MW), u.þ.b. 2 km fyrir innan Hald, er bílkláfur, sem vegagerðin lét gera árið 1964. Norðan ár er hægt að aka yfir Búðarháls um gömlu Sprengisandsleiðina upp með Þjórsá eða um eystri leiðina, svokallaða Ölduleið. Sé Ölduleiðin valin, er ekið í gegnum Þóristungur, afrétt Holtamanna. Þar er stærsta samfellda gróðurlendið á Tungnáröræfum. Hálendismiðstöðin og veitingastaðurinn Hrauneyjar (Hótel) er skammt sunnan brúarinnar yfir afrennslisskurð Hrauneyjavirkjunar og skammt frá er Krókslón. miðlunarlón Sigölduvirjunar.
Þegar norðar kemur, hjá frárennsli Kvíslaveitu suðvestan Þveröldu, eru Versalir. (Sigalda nánar).

Myndasafn

Í grennd

Fellsendavatn
Fellsendavatn er lítið stöðuvatn skammt frá Þórisvatni. Felsendavatn er fyrsta vatnið og sést þegar ekið er til Veiðivatna. Veiðin í vatninu er stundu…
Kvíslaveita
Landsvirkjun hóf framkvæmdir við kvíslaveitu árið 1980. Þeim var skipt í fimm áfanga og fjórum þeirra 1985, þegar Stóraverskvíslar, Svartá, Þúfuversk…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sporðöldulón
Sporðöldulón er nýtt uppistöðulón Búðarhálsvirkjunnar. Það verður til af rensli Túnár og Köldukvíslar. hefur alla möguleika að verða gjöfult veiðivat…
Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …
Þórisvatn
Þórisvatn var næststærsta náttúrulega stöðuvatn landsins(113 m djúpt) þar til það varð að miðlunarlóni fyrir virkjanir Tungnár- og Þjórsársvæðinu. Fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )