Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þórisvatn

Þórisvatn

1.

Þórisvatn var næststærsta náttúrulega stöðuvatn landsins(113 m djúpt) þar til það varð að miðlunarlóni fyrir virkjanir Tungnár- og Þjórsársvæðinu. Flatarmál þess var u.þ.b. 70 km² en nú er það breytilegt eftir vatnsbúskapnum á söfnunarsvæði þess og getur orðið allt að 86 km². Vatnshæðin er á milli 561 og 578 m yfir sjó. Umhverfi vatnsins er gróðurvana auðn eftir að einu gróðurblettirnir fóru undir vatn. Vatnið er mjólkurlitað vegna jökulvatnsins, sem hefur verið leitt í það. Þórisós var afrennsli þess þar til hann var stíflaður og vatnið leitt í skurði til Krókslóns fyrir ofan Sigölduvirkjun. Sprengisandsvegur liggur rétt hjá vatninu, þannig að aðgangur að því er auðveldur. Þórisvatn var þekkt fyrir stóran urriða en aflabrögð urðu dræmari eftir allar þessar breytingar.

Veiðileyfi:

Þórisvatn
Fish partner

Veiðikort
Þórisvatn er stærsta stöðuvatn Íslands, um 86 ferkílómetrar. Það liggur milli Köldukvíslar og Hraunvatna á hálendi Rangárvallasýslu. Suður í vatnið gengur alllangur höfði, Útigönguhöfði, sem skiptir því í tvo flóa. Austan höfðans eru Austurbotnar en vestan við hann er stærsti hluti vatnsins.

Þórisvatn hefur verið miðlunarlón Vatnsfellsvirkjunar, sem er við suðurenda vatnsins, frá árinu 1971. Áður en Vatnsfellsvirkjun var byggð var Þórisvatn annað stærsta stöðuvatn landsins, á eftir Þingvallavatni, um 70 km², en í dag getur það orðið allt að 86 km².

Mesta dýpi vatnsins er 109 metrar. Yfirborðshæð þess sveiflast um 16,5 metra eftir árstímum.

Besta veiðinn í vatninun er yfirleitt við Austurbotna og Grasatanga.

Ágætis urriðaveiði getur verið í vatninu með væna fiska inn á milli.

Heimild er að veiða á flugu, spún og beitu.

Veiðifélagar Fish Partner fá 3% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi í Þórisvatni í vefsölu
KAUPA VEIÐILEYFI

Fjarlægð frá Reykjavík:
150km
Veiðitímabil:
Meðan fært er að veiðisvæðinu

Meðalstærð:
1-5 pund
Fjöldi stanga:
10
Leyfilegt agn:
Fluga, spún, beita
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-7, Kastangir
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur

Húsnæði:

Aðgengi:
4×4

 

 

Myndasafn

Í grend

Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )