Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Auðkúluheiði – Grímstunguheiði – Friðmundarvötn.

veiði

Leiðir að vötnum á þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og   í Húnaþingi og Mælifellsdal og Vesturdal í Skagafjarðarsýslu. Leiðin upp á Grímstunguheiði (722) um Vatnsdal verður að jeppaslóða og tengist Kjalvegi um Stórasandsleið inn á Auðkúluheiði. Leiðin upp á Auðkúluheiði um Blöndudal er öllum bílum fær eftir uppbyggðum vegi Landsvirkjunar (731, 732 og F37) fram hjá Blönduvirkjun.

Sé ekið áfram suður og sveigt til hægri skammt norðan Geirsöldi á Kili, er hægt að komast jeppaleið yfir Blöndu á vaði inn á Eyvindarstaðaheiði. Leiðin frá þjóðvegi nr. 1 upp á Eyvindarstaðaheiði liggur um Vesturdal (751, 752 og F72) að Ásbjarnarvötnum og Laugafelli.

Auðkúluheiði: Friðmundarvötn.
Grímstunguheiði: Þórarinsvatn, Svínavatn, Galtarvatn og Refkelsvatn.

HEIÐAVÖTN SUNNAN SKAGAFJARÐAR:
Ásbjarnarvötn
Reyðarvatn
Urðarvötn
Aðalmannsvatn

 

AUÐKÚLUHEIÐI
Friðmundarvötn GRÍMSTUNGUHEIÐI
Þórarinsvatn,
Svínavatn,
Galtarvatn

Myndasafn

Í grennd

Blönduvatn Blöndulón
Blöndulón Blanda var stífluð við Reftjarnarbungu en þar voru góðar aðstæður til miðlunar. Jafnframt var reist stífla við upptök Kolkukvíslar en hún f…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )