Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reyðarvatn

Reyðarvatn er í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og tilheyrir Hofsafrétt. Það er 1 km², fremur grunnt og í   710 m hæð yfir sjó. Rústa- eða Runukvísl rennur úr því til Hofsár. Sæmilegasti vegur liggur til vatnsins frá Goðdölum í átt að Laugafelli, flestum bílum fær. Í vatninu er bleikja, allgóður fiskur. Stangafjöldi er ekki takmarkaður.

Vegalengdin frá Reykjavík um Kjöl er u.þ.b. 253 km (jeppafært) og um Varmahlíð og Goðdali 380 km.

 

Myndasafn

Í grend

Auðkúluheiði – Grímstunguheiði – Friðmundarvötn.
Leiðir að vötnum á þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og   í Húnaþingi og Mælifellsdal og Vesturdal í Skagaf…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við f…
Varmahlíð
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )