Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ásbjarnarvötn

Veiði á Íslandi

Ásbjarnarvötn eru í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Þau eru skammt norðan Hofsjökuls og  Hofsafrétti. Þau eru 1,2 km², fremur grunn og í 776 m hæð yfir sjó, með hæstliggjandi vötnum landsins. Frárennsli þeirra er Hraunþúfnaá norður til Hofsár. Norðan vatnanna liggur hinn forni Eyfirðingavegur. Hann er ekki akfær en tiltölulega auðvelt er að komast á flestum farartækjum að vötnunum. Vegurinn að vötnunum er yfirleitt ekki opnaður fyrr en í byrjun júlí.

Umhverfið er að mestu melar og lágir ásar og rýrir grasteigingar á vatnsbökkunum. Ásbjarnarhnjúkur og Ásbjarnarfell rísa í suðvestri með Hofsjökul í baksýn. Mikið er af bleikju í vötnunum. Hún er 0,5-1 pund og hefur verið óbreytt síðan 1995. Bezti veiðtíminn er í júní og júlí. Fjöldi stanga er ótakmarkaður. Netaveiði var stunduð á árunum 1995-2002 og virtist ekki hafa áhrif á stærð eða magn fisksins

Vegalengdin frá Reykjavík um Kjalveg, austur yfir Blöndu o.fl. kvíslar (jeppafær leið), er u.þ.b. 235 km og 432 um Varmahlíð og Goðdali.

Veiðiréttur í vötnunum tilheyrir Hofi í Vesturárdal. Veiðileyfi fást hjá Borgþóri Borgarssyni eða Guðrúnu Björk Baldursdóttur á Hofsvöllum í Vesturárdal.

Heimild: Bjarni Ragnar Brynjólfsson.

 

Myndasafn

Í grennd

Auðkúluheiði – Grímstunguheiði – Friðmundarvötn.
Leiðir að vötnum á þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og   í Húnaþingi og Mælifellsdal og Vesturdal í Skagaf…
Ingólfsskáli
Ingólfsskáli, sem var byggður 1978, stendur norðan Hofsjökuls í Lambahrauni skammt vestan  (u.þ.b. 800 m.y.s). Ekinn er vegur F72 upp úr Vesturdal …
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )