Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blönduvatn Blöndulón

Blönduvatn

Blöndulón
Blanda var stífluð við Reftjarnarbungu en þar voru góðar aðstæður til miðlunar. Jafnframt var reist stífla við upptök Kolkukvíslar en hún féll í Vatnsdalsá. Með þessum stíflum myndaðist Blöndulón sem hefur um 412 Gl miðlunarrými og er þriðja stærsta stöðuvatn á Íslandi. Frá Kolkustíflu er vatni veitt um veituskurði og vötn, samtals um 25 kílómetra leið að inntakslóni virkjunarinnar, Gilsárlóni. Lónið er um 5 km2 að flatarmáli með 20 Gl miðlunarrými.

Blönduvatn er staðsett austan Blöndulóns á Eyvindarstaðaheiði. Vatnið er rúmur ferkílómetri að stærð og er talið gott veiðivatn. Mest er af bleikju í vatninu og er hún væn eða allt að fimm pund. Umhverfið er ekta íslenskt heiðarland. Leyfilegt er að veiða í vatninu öllu en menn skulu gæta hófs og aðeins hirða í soðið fyrir sig. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Fish Partner:

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík:
244
Veiðitímabil:
Þegar Vegur opnar
Meðalstærð:
1-2 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur og spúnn
Veiðibúnaður:
4-6#
Bestu flugurnar:
Straumflugur
Aðgengi:
4×4

Veiðikort
Blönduvatn er staðsett austan Blöndulóns á Eyvindarstaðaheiði. Vatnið er rúmur ferkílómetri að stærð og er talið gott veiðivatn. Mest er af bleikju í vatninu og er hún væn eða allt að fimm pund. Umhverfið er ekta íslenskt heiðarland. Leyfilegt er að veiða í vatninu öllu en menn skulu gæta hófs og aðeins hirða í soðið fyrir sig. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Leiðarlýsing
Vegalengd frá Reykjavík er um 244km og 75km frá Blönduósi.
Ekið er inn Blöndudal og þaðan upp Kjalveg. Þegar komið er að Blöndulóni er beygt til vinstri inn Mælifellsdalsveg, þaðan ekið áfram og fyrir stífluna og þarnæst beygt til hægri inn Vesturheiðarveg og Vatnið blasir við eftir um 6km. Vatnið liggur við veginn. Mælt er með því að fólk sé á fjórhjóladrifsbílum en þó þurfa þeir ekki að vera breyttir.

Veiðitími
Heimilt er að veiða frá því að vegur opnar og til og með 30. september. Veiði er heimil allan sólarhringinn.
Reglur:
Hundar leyfðir: Já,.
Notkun báta: Kajak og bellý bátar leyfðir en ekki stærri bátar.
Netaveiði: Nei
Tjalda: Já, Einnig er hægt að fá gistingu í fjallaskálanum Galtará

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í vatninu.

Myndasafn

Í grennd

Auðkúluheiði – Grímstunguheiði – Friðmundarvötn.
Leiðir að vötnum á þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og   í Húnaþingi og Mælifellsdal og Vesturdal í Skagaf…
Blönduvirkjun
Blöndustöð er neðanjarðarstöð, rúmlega 230 metra undir yfirborði jarðar og var tekin í notkun árið 1991.  Hún stendur á brún norðanverðs hálendisins v…
Fish Partners
Veiðifélaginn frá Fish Partners Af hverju ættir þú að gerast veiðifélagi? Veiðifélagar, er ný og skemmtileg viðbót hjá Fish Partner. Með því að taka…
Hveravellir
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Kerlingarfjöll
Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )