Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blönduvirkjun

Blönduvirkjun

Blöndustöð er neðanjarðarstöð, rúmlega 230 metra undir yfirborði jarðar og var tekin í notkun árið 1991.  blöndustöðHún stendur á brún norðanverðs hálendisins við enda Kjalvegar.

Í norðurátt er sýn niður í Blöndudal þar sem áin Blanda rennur til sjávar við Blönduós. Áin rennur um grösugar grundir á láglendi en upptök hennar eru á svæði sem fyrir nokkrum áratugum var gróðurvana eyðimörk. Í framhaldi þess að 56 km2 miðlunarlón varð til hófst hinsvegar umfangsmikil landgræðsla. Frá árinu 1981 hefur Landsvirkjun ræktað upp meira en 5.000 hektara í 400-600 metra hæð yfir sjó og er þeim haldið við með áburðargjöf. Þetta eru einhverjar mestu uppgræðsluaðgerðir sem ráðist hefur verið í á hálendi landsins.

Blanda var stífluð við Reftjarnarbungu en þar voru góðar aðstæður til miðlunar. Jafnframt var reist stífla við upptök Kolkukvíslar en hún féll í Vatnsdalsá. Með þessum stíflum myndaðist Blöndulón sem hefur um 412 Gl miðlunarrými og er þriðja stærsta stöðuvatn á Íslandi. Frá Kolkustíflu er vatni veitt um veituskurði og vötn, samtals um 25 kílómetra leið að inntakslóni virkjunarinnar, Gilsárlóni. Lónið er um 5 km2 að flatarmáli með 20 Gl miðlunarrými.

Frá inntakslóni er vatni veitt um 1.300 metra langan skurð að inntaki stöðvarinnar þar sem það er leitt niður í vélar að stöðvarhúsi. Virk fallhæð að vélum er 287 metrar. Frá hverflunum rennur vatnið um 1.700 m löng frárennslisgöng aftur út í farveg árinnar.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Blanda
Mikið vatnsfall sem kemur upp á öræfum og tínist til úr ýmsum áttum, m.a. úr Hofsjökli. Enn fremur   renna í ána vatnsmiklar bergvatnsár í óbyggðum. A…
Blönduvatn Blöndulón
Blöndulón Blanda var stífluð við Reftjarnarbungu en þar voru góðar aðstæður til miðlunar. Jafnframt var reist stífla við upptök Kolkukvíslar en hún f…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hveravellir
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Kerlingarfjöll
Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn…
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.  Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls. Frá …
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )