Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blanda

Blanda

Mikið vatnsfall sem kemur upp á öræfum og tínist til úr ýmsum áttum, m.a. úr Hofsjökli. Enn fremur   renna í ána vatnsmiklar bergvatnsár í óbyggðum. Allt þar til að áin var virkjuð ofan byggðar, var hún mjög lituð og lítt fýsileg til venjulegra stangaveiði. En þar sem mikill lax gekk í hana gripu menn til þess að húkka. Eftir virkjun hefur jökulaurinn síast að miklu leyti úr árvatninu og veiðiskapur er að mestu hefðbundinn síðan. Blanda er mjög gjöful og hefur gefiðum 1.000 laxa síðustu sumur.

Neðan Ennisflúða við Blönduós er veitt með fjórum stöngum á gömlum rótgrónum miðum, en ofan flúðanna, sem eru búnar laxastiga, hafa veiðimenn smám saman verið að finna lendur laxins þar efra. Hefur veiði frammi í Langadal því farið vaxandi síðustu ár. Blöndu er skipt í fjögur veiðisvæði. Svæði I er neðan Ennisflúða, II er frá Breiðavaðslæk að heimreið að Æsustöðum. III nær þaðan að útfalli Blönduvirkjunar og IV svæðið er þar fyrir framan.
Blanda er 8. lengsta á landsins 125 km.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )