Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll
Mynd: Jónas Ingi Ketisson

Hveravellir 40 km <-Kelingarfjöll-> Hvítárnes 27 km | Gullfoss 72 km | Reykjavík 186 km

Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn sitt af 25 m háum og dökkum móbergsdrangi, sem stendur upp úr ljósgrýtisskriðum Kerlingartinds, en aðalsteintegundir fjallanna eru móberg og ljósgrýti (ríólít). Tindarnir teygja sig 800 – 1500 m yfir sjávarmál og 600 – 700 m yfir umhverfið. Fjöllin eru sundurskorin af dölum, gljúfrum og dældum. Snækollur (1477m) er hæstur tinda og næstur honum er Loðmundur (1432m). Aðrir tindar í svokölluðum Miðfjöllunum eru m.a. Mænir (1335m), en í Suðurfjöllunum eru stakir tindar eins og Höttur og Ögmundur. Jarðhitinn í Kerlingarfjöllum er geysimikill og flokkast undir háhita. Jöklar Fjallanna (Jökulfall) hafa verið á hröðu undanhaldi og svo var komið 1998 að leggja varð starfsemi skíðaskólans niður eftir áratuga rekstur. Í Árskarði/Ásgarði reisti Ferðafélag Íslands skála á árunum1937-38 og síðan spruttu þar upp byggingar Skíðaskólans eftir 1961, sem lagði FÍ skálann síðan undir sig.

Leppistungur eru milli Kerlingarár, Fúlár og Sandár á Hrunamannaafrétti sunnan Kerlingarfjalla. Fúlá kemur upp undan Vestra-Rjúpnafelli og rennur um mikið gljúfur í fyrstu.Stóri-Leppur (982m) og Litli-Leppur (711m) eru nafngjafar tungnanna. Leitarmannakofi er í Leppistungum.

Mænir (1335m) eru næstur nyrzt, en hallar nokkuð til suðurs. Hann er víðast kríngdur hengiflugum og efst er hann úr hrafntinnu.

Skeljafell (1027m; móberg) er vestast í fjallgarðinum, norðvestur af Ögmundi og vestan Miklumýrarlækjar.

Skrattakollur (móberg; 1158m) er sunnan til í Kerlingarfjöllum

Snækollur (1478m) er keilulagaður, hæsti tindur Kerlingarfjalla, oftast snævi þakinn. Útsýnið af honum er vítt á góðum degi. Það má sjá alla leið til Vestfjarða, austur til Ódáðahrauns og út á haf, norðan- og sunnanlands. Ganga á Snækoll frá Árskarði tekur u.þ.b. 3 klst.

Ýmsar sögur eru til af útilegumönnum og illum vættum í Kerlingarfjöllum og þau voru lengi vel ekki leituð af þeim sökum. Það var ekki fyrr en 1941, að Ferðafélagið stóð fyrir nánari könnun þeirra. Samkvæmt sögnum, stóð bærinn Innra-Árskarð í Árskarði. Miklar deilur stóðu um nafnið Árskarð, sem margir vildu skíra Ásgarð.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Beinabrekka, Beinahóll
Þessi örnefni vísa til grasbrekku hraunborgar í Kjalhrauni. Þessi staður er skammt norðaustan undir Kjalfelli. Enn þá finnst þar talsvert af beinum h…
Gönguleið Hvítárnes – Hveravellir
Gönguleiðin milli Hvítárnes og Hveravalla Gönguvegalengd 42-44 km. Í Hvítárnesi er elsti skáli FÍ frá 1930. Hann hýsir 30 manns. Fyrsta dagleiðin …
Gönguleiðir í Kerlingarfjöllum
Auðveld ganga: x Nokkuð krefjandi: xx Frekar krefjandi: xxx Mjög krefjandi: xxxx 1. Ásgarður-Ásgarðsfjall x Vegalegnd um 1 km, hækkun um 100 m…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Heilagi Kaleikinn á Kjalvegi ?
Árið 2004 hóf hópur ítalskra vísindamanna uppgröft á Íslandi til að leita að heilaga gral sem virðist hafa verið fyllt með helgum bókum og nunum frá m…
Hveravellir
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Hvítárnes
Hvítárnes er allstórt gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn. Það hefur hlaðizt upp við framburð , Fróðár og Tjarnár. Þar stendur elzti skáli Ferða…
Hvítárnesskáli
Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð. Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 ma…
Jökulfall
Jökulfall er líka kallað Jökulkvísl. Upptök þess eru nokkrar kvíslar úr Hofsjökli og vestust er Blákvísl í Blágnípuveri, sem fellur í Jökulfallið hjá …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Þjófadalaskáli
Skálinn í Þjófadölum Þjófadalaskáli var byggður 1939 og hýsir 11 manns. Hann stendur við rætur Rauðkolls og skammt frá Þröskuldi við gömlu reiðleiðin…
Þverbrekknamúlaskáli, skáli FÍ
Skálinn í Þverbrekknamúla Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem 20 manns geta sofið í 10 tvíbreiðum kojum. Gengið er inn í anddyri…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )