Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gönguleiðir í Kerlingarfjöllum

Kerlingarfjöll

Auðveld ganga: x
Nokkuð krefjandi: xx
Frekar krefjandi: xxx
Mjög krefjandi: xxxx

1. Ásgarður-Ásgarðsfjall x
Vegalegnd um 1 km, hækkun um 100 m, göngutími alls um 1/2 klst.
Gengið frá Ásgarði sem leið liggur á Ásgarðsfjall (929 m). Þaðan blasa við hæstu tindar Kerlingarfjalla í suðri, Kjalvegur og Langjökull í vestri og Hofsjökull í austri með Þjórsárverum þar fyrir sunnan.

2. Ásgarður-Hveradalaklif x
Vegalegnd um 2,1 km (x2) , hækkun um 100 m, göngutími alls um 1 (x2) klst.
Gengið til suðurs frá Ásgarði að hverum og jökulís. Öræfakyrrð og stórbrotin náttúra Neðri-Hveradala blasa við af klifinu. Þaðan liggja margar gönguleiðir.

3. Hveradalaklif-Hveradalahnúkur x
Vegalegnd um 0,8 km, hækkun um 150 m, göngutími alls um 1/2 klst.
Gengið austur úr Hveradalaklifi á Hveradalahnúk. Farvegur Ásgarðsár frá Hveradölum niður að Ásgarði sést hvergi betur með fallegum fossum og flúðum en dýpst er gljúfrið yfir 100 m.

4. Hveradalaklif-Mænir xxx
Vegalegnd um 1 km, hækkun um 400 m, göngutími upp alls um 1 klst.
Úr Hveradalaklifi er hægt að ganga á fjallið Mæni (1352 m) og sér vítt yfir þegar upp er komið. Nær er litadýrð Hveradala og hæstu tindar Kerlingarfjalla en fjær Kjalvegur og fjöll og vötn vestan hans með Langjökul í baksýn.

5. Hveradalaklif-Snorrahver-bílastæði Neðri Hveradala xx
Vegalegnd um 1,4 km, lækkun um 80 m, göngutími alls um 1 klst.
Úr Hveradalaklifi er örstutt niður að Snorrahver, miklum hver efst í norðanverðu háhitasvæði Neðri-Hveradala. Frá honum rennur heitur lækur, misvatnsmikill eftir árstíma. Leiðin frá Snorrahver að bílastæði Neðri-Hveradala liggur þar sem háhitasvæði og skriðjökull mætast.

6. Gil og gljúfur neðan Hveradala x
Vegalegnd um 5 km, göngutími alls um 11/2 klst.
Frá bílastæði við Neðri-Hveradali er gengið eftir vegaslóðinni niður í Ásgarð. Út frá henni er stutt að farvegi Ásgarðsár. Gengt er niður í dýpsta hluta gljúfursins. Fossar í ánni sjást sumir frá veginum, aðrir eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð.

7. Neðri-Hveradalahringur xx
Vegalegnd um 3 km, göngutími alls um 1-2 klst.
Gengið frá bílastæði við Neðri-Hveradali um öflugasta hluta háhitasvæðisins, þar sem eldur og ís mætast. Ógleymanleg ganga öllum sem hana þreyta. Ganga verður með gát um svæðið.

8. Efri-Hveradalahringur xx
Vegalegnd um 8 km, hækkun um 150 m, göngutími alls um 3-4 klst.
Gengið er frá bílastæði við Neðri-Hveradali upp með Ásgarðsá að upptökum hennar. Þaðan er gott útsýni til suðurs. Síðan er haldið til norðurs og gengið á Kerlingarskyggni í miðjum Hveradölum. Er útsýni þar tignarlegt.

9. Ásgarður-Kerling x
Vegalegnd um 5 km, göngutími alls um 4-5 klst.
Kerling er 25-30 m hár móbergsdrangur sem fjöllin draga nafn af. Liggja margar leiðir að henni. Auðgengnast er frá Ásgarði til suðvesturs milli Kerlingartinds og Skeljafells. Kerlingin kemur skyndilega í ljós þegar slóðin beygir til austurs.

10. Jökulhryggur-Fannborgarhlíðar x
Vegalegnd um 2 km, göngutími alls um 1-2 klst.
Ekið er upp að Kastala við Jökulhrygg. Þaðan er gengið suður vesturhlíð Fannborgar. Haldið er sömu hæð og komið að höfða, sem gengur vestur úr Fannborg og er kallaður Högg. Er þar gott útsýni yfir Hveradali og fagurt. Inn af Högginu er lítið dalverpi með volgum lækjum sem renna undan fönnum.

11. Jökulhryggur-Fannborg xxx
Vegalegnd um 2 km, hækkun rúmir 400 m, göngutími upp um 1 klst.
Frá Jökulhrygg liggur stígur upp skriður vesturhlíða Fannborgar (1448 m) til suðurs. Útsýni yfir Neðri-Hveradali og Vestur-Kerlingarfjöll.

12. Jökulhryggur-Snækollur xxxx
Vegalegnd um 1,5 km, hækkun tæpir 500 m, göngutími alls rúmar 3 klst.
Lagt er upp frá Jökulhrygg á Snækoll (1488 m). Þar er útsýni mest um landið og sést til sjávar bæði til suðurs og norðurs í góðu skyggni. Meðan vetrarsnjórinn lokar jökulsprungum er gengið upp Fannborgarjökul og norðan Vesturgnípu,tindsins milli Snækolls og Fannborgar. Gengið er upp Fannborg ef sprungur eru opnar.

13. Jökulhryggur-Loðmundur xxxx
Vegalegnd um 8 km, hækkun rúmir 400 m, göngutími alls um 4 – 5 klst.
Lagt er upp frá Jökulhrygg á Loðmund (1429 m) en leiðin er erfið uppgöngu og útsýni mun minna en af Snækolli. Snarbrattur skafl í skarði vestur af toppifjallsins hefur freistað ofurhuga úr hópi skíðamanna.

14. Fjallahringurinn x
Vegalegnd um 50 km, göngutími vanra göngumanna um 15-18 klst.
Gengið er réttsælis frá Ásgarði norðan við Snækoll og Loðmund og svo til suðurs fram hjá Kisufelli og yfir ána Kisu. Þaðan er haldið til vesturs hjá Rauðkollum að Klakki en það er stutt að einu stórbrotnasta gljúfri landsins Kerlingargljúfri, yfir 200 m djúpu. Frá Klakki er farið í norðvestur að Grákolli og yfir Kerlingará en ámóts við Kerlingu er stefnan tekin í norðuraustur og gengið sem leið liggur að skálunum í Ásgarði. Öðrum en vel þjálfuðum göngugörpum er ráðlegt að faraþessa leið í tveimur áföngum, djúp gil og fjölmargar ár, sem stundum eru vatnsmikla, eru á leiðinni.

15. Jökulkrókur-hringferð x
Vegalegnd um 11 km, göngutími alls um 4-5 klst.
Gengið er upp veginn til suðurs frá Ásgarði. Suður af Ásgarðsfjalli er haldið niður á vegaslóðina austur í Þjórsárver uns komið er fram hjá Loðmundi. Þaðan er stefnt á Blágnípu (1076 m) og gengið vestur með Jökulfalli að sunnan og yfir Kerlingarsprænu uns komið er aftur á veginn og hann genginn að Ásgarði. Fögurfjallasýn, áreyrar Jökulfallsins og öræfakyrrð einkenna þessa göngu.

16. Jökulfallsbrú-Blágnípa xxx
Vegalegnd um 15 km, göngutími alls um 5-7 klst.
Gönguferð að Blágnípu (1076 m), miklum höfða suðvestur úr Hofsjökli. Farið erf rá brúnni yfir Jökulfall. Gengið austur með því norðanmegin að Blágnípu og norður með henni. Þaðan er auðgengið á fjallið og sjást vel vatnaskil milli Suður-og Norðurlands. Sama leið farin til baka, til að sleppa við votlendi vatnaskilanna.

17. Gengið með gili Jökulfalls x
a) Vegalegnd um 3 km, göngutími um 1-2 klst.
Gengið er meðfram gili Jökulfallsins, frá brúnni niður að Blákvísl. Undir brúnni er fossinn Hvinur. Ryðst áin niður þrengsli drjúgan veg en breiðir heldur úr sér er kemur að Gýgjarfossi, en neðan hans fellur Blákvísl í Jökulfallið og þar er afturkomið á akveginn.

b) Vegalegnd um 5 km, göngutími um 1½-2 klst.
Hægt er að halda áfram frá Blákvísl niður með gili Jökulfalls með flugvöllinn á hægri hönd. Hrikaleg gljúfur, hreiðurstæði heiðargæsa, flúðir og fossar fanga hugann á göngunni sem lýkur í Fossrófum við veginn til Kerlingarfjalla.

18. Austurfjöll xxxx
Vegalegnd um 7 km, lækkun 200 m, hækkun 700 m og síðan lækkun um 400 m og hækkun um 400 m, göngutími um 10 – 11 klst.
Lagt af stað við Kastala á Jökulhrygg gengið á Loðmund síðan upp öxl og austanvið snót upp á Snækoll. Þaðan yfir á Vesturgnípu og á Fannborg og að lokum niður í Kastala aftur. Þetta eru um 10-11 klst og virkilega skemmtileg leið, ef skyggni er gott. Stórkostleg fjallasýn í allar höfuðáttir. Frekar krefjandi leið

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

Þessi texti er af vefnum
www.kerlingarfjoll.is

Myndasafn

Í grennd

Gaumlisti Fyrir Göngufólk
Fjöldi ferðamanna ferðast fótgangandi. Sumir rölta milli hótela og sundstaða, aðrir verzla á Laugaveginum, en æ fleiri leggja land undir fót og ganga …
Hveravellir
Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir Kjalhrauni. Þar er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, sem baða sig gjarnan í…
Kerlingarfjöll
Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )