Aðalmannsvatn, sem er líka kallað Bugavatn, er í norðanverðum Bugum á Eyvindarstaðaheiði. Það er langt og mjótt með grónum hólma. Vestan þess er brattur Þingmannahálsinn. Veiði er allgóð í vatninu og þar er góður leitarmannaskáli.