Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tungnafellsjökull

Tungnafellsjökull

Tungnafell (1392m) er ávalt og bratt fell norðan Tungnafellsjökuls og nafngjafi hans. Jökullinn sjálfur, vestan Vonarskarðs, er 10 km langur og 5-6 km breiður og heildarflatarmálið í kringum 48 km². Hlíðar fjalllendisins, sem hann hvílir á, eru víðast brattar og skörðóttar að sunnan og vestan. Uppi á vesturbrúninni er hæsti staðurinn, Háyrna (1520m). Norðnorðaustar er mjór hryggur, Fagrafell, í jökulröndinni.

Fyrstur til að kanna jökulinn var Hans Reck, sem var þar á ferð árið 1908 og Hermann Stoll gekk á jökulinn þremur árum síðar.

Sunnan jökulsins er Nýidalur eða Jökuldalur og fyrir mynni hans eru skálar Ferðafélags Íslands, sem eru líka kenndir við Tungnafell.

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Nýidalur
Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )