Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull (1480m) er fjórði stærsti jökull landsins, u.þ.b. 590 km². Hann hvílir á mjög eldvirku svæði, Kötlu, sem gaus kröftuglega 1918. Talið er að Katla hafi verið gríðarstór eldkeila, sem hefur sigið í miðju og orðið að mikilli öskju. Þessi askja er u.þ.b. 10 km í þvermál og þar getur gosið á ýmsum stöðum. Flóð, tengd gosum undir Mýrdalsjökli hafa fallið bæði austan og vestan Mýrdals, þannig að ekki hefur alltaf gosið á sama stað. Talsverð sprunguhætta er á jöklinum og þar hafa orðið alvarleg slys. Margir skriðjöklar teygja sig út frá jökulhvelinu, Sólheimajökull, Höfðabrekkujökull o.fl.

Talsvert vatn rennur frá honum, s.s. margar þverár Markarfljóts, Jökulsá á Sólheimasandi, Múlakvísl og Hólmsá. Vestan Mýrdalsjökuls er lægð í fjallgarðinum, þar sem heitir Fimmvörðuháls. Vestan hans er Eyjafjallajökull (1666m), u.þ.b. 50 km², enn eitt virkt eldfjall, sem gaus síðast 1821-22. Boðið er uppá snjósleða- og snjóbílaferðir á Mýrdalsjökul.

Gönguleiðir á jöklinum liggja í allar áttir. Þær byggjast á ferðaáætlunum viðkomandi göngumanna, sem eru vitaskuld búnir að skipuleggja þær í þaula áður en haldið er af stað. Auk nauðsynlegs útbúnaðar verður að kanna sprungusvæði á leiðunum með því að fá örugg hnit hjá kunnugum (4×4; Fjallaleiðsögumenn; JÖRFI o.fl.). Eldgosið á Eyjafjallajökli hefur breytt gönguleiðum töluvert.

Myndasafn

Í grennd

Almenningar
Almenningar eru uppblásinn og víða örfoka afréttur Vestur-Eyfellinga. Þeir ná frá Þröngá í suðri að   Syðri-Emstruá í norðri og Markarfljóti í vestri …
Einhyrningur
Einhyrningur (750m) er milli Tindfjalla og brúarinnar yfir Markarfljót á Emstruleið. Eins og nafnið   bendir til er hann hyrndur og brattur en þó geng…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. …
Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Goðaland
Múlatungur og Teigstungur fylgdu bæjum eða jörðum í Fljótshlíð og Goðaland var löngum í eigu Breiðabólstaðar í Fljótshlíð en prestar staðarins leigðu …
Hafursey
Hafursey er móbergsfell á Mýrdalssandi norðanverðum. Það skiptist um Klofgil og vesturhlutinn er nefndur Skálarfjall (582m) og hæst ber Kistufell (513…
Heiðarvatn
Heiðarvatn er í Mýrdal, 200 ha að stærð og dýpst 30 m. Vatnsá rennur úr því í Kerlingadalsá, sem fellur   til sjávar austan við Vík. Snyrtiaðstaða er …
Höfðabrekka
Höfðabrekka er austasti bær í Mýrdal, næstur Mýrdalssandi. Þar var fyrrum kirkjustaður og stórbýli.  Reyndar er þar stórbýli enn þá, en á öðrum forsen…
Höfðabrekkutjarnirnar
Höfðabrekkutjarnirnar eru þrjár og frekar litlar með millirennsli. Þær eru rétt við bæinn og örstutt á  þeirra. Fjöldi veiðileyfa á dag er ekki takma…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Katla
Katla er eldstöð (1450m) í suðaustanverðum Mýrdalsjökli, venjulega hulin jökli. Hún hefur venjulega gosið á 40 - 80 ára fresti. Brýzt hún þá fram í óg…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Mælifellssandur
Mörk Mælifellssands eru Kaldaklofskvísl í vestri, Torfajökulssvæðið í norðri, Mýrdalsjökull í suðri og Hólmsá í austri. Njálssaga segir að Flosi og b…
Mýrdalur
Mýrdalur er vestasta sveit V.-Skaftafellssýslu og hin syðsta á landinu. Mörk hennar eru Mýrdalssandur í   austri og Sólheimasandur í vestri. Sveitin e…
Pétursey
Pétursey er stakt móbergsfjall (275m) austan Sólheimasands í Mýrdal. Fjallið hét áður Eyjan há. Það er   mjög gróið og merki sjást um hærri sjávarstö…
Skóga og Sólheimasandur
Skógasandur, er framburður hlaupa frá Sólheimajökli milli Skógaár og Jökulsár á Sólheimasandi, sem sýnir okkur glöggt að það er mögulegt að gera gráu…
Skógafoss
Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt með…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Skógasafn
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur- starfsemi 1949. Þar er sundhöll og skólinn var ný…
Sólheimajökull
Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum. Hann er u.þ.b. 8 km langur og 1-2 km  breiður. Jökulsá á Sólheimasandi, stundum kölluð F…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )