Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Heiðarvatn

Heiðarvatn er í Mýrdal, 200 ha að stærð og dýpst 30 m. Vatnsá rennur úr því í Kerlingadalsá, sem fellur   til sjávar austan við Vík. Snyrtiaðstaða er við vatnið og veiðileyfin, sem eru ekki takmörkuð við fjölda, gilda í því öllu.

Vatnableikja, urriði og sjóbirtingur fást í vatninu og stundum stakur lax. Fiskur er mest smár, en sjóbirtingurinn getur verið allt að 10-13 pund og svo eru laxarnir yfirleitt nógu vænir til að slíta silungalínurnar. Það er hægt að aka alla leið að vatninu. Heiðarvatn er nú í eigu svisslendings Rudolph Lamprecht. Vegalengdin frá Reykjavík er um 190 km og 10 km. frá Vík.

Myndasafn

Í grend

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Suðurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )