Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Höfðabrekka

Höfðabrekka er austasti bær í Mýrdal, næstur Mýrdalssandi. Þar var fyrrum kirkjustaður og stórbýli.  Reyndar er þar stórbýli enn þá, en á öðrum forsendum. Þar hefur byggzt upp fyrirmyndar aðstaða til móttöku ferðamanna og sumir nefna staðinn Jóhannesarborg eftir núverandi bónda. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Þar er enn þá grafreitur, þótt kirkjan hafi lagzt af árið 1929.

Bæinn tók af í Kötluhlaupi 1660 og var þá bygg á ný uppi á heiðinni. Árið 1964 var hann fluttur aftur niður á sandinn og byggður vestan Skiphellis undir Höfðabrekkuhálsi. Til er frásögn af viðskiptum Jóns Loftssonar í Odda og Þorláks biskups hins helga, þar sem Höfðabrekku er getið. Ýmsir telja, að höfðingjaætt, sem bjó að Höfðabrekku á 17. öld, hafi átt Konungsbók Sæmundar-Eddu.

Magnús Stephensen (1836-1917), landshöfðingi, fæddist að Höfðabrekku. Þar fæddist líka Einar Ólafur Sveinsson (1899), professor, sem var fyrsti forstöðumaður Handritastofnunar Íslands (Stofnun Árna Magnússonar nú).

Höfðabrekku-Jóka er einhver þekktasti draugur landsins og ganga af henni ýmsar sagnir.

Myndasafn

Í grend

Mýrdalur
Mýrdalur er vestasta sveit V.-Skaftafellssýslu og hin syðsta á landinu. Mörk hennar eru Mýrdalssandur í   austri og Sólheimasandur í vestri. Sveitin e…
Sögustaðir Suðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið …
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )