Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Höfðabrekku-Jóka

Höfðabrekku-Jóka er einhver þekktasti draugur landsins og ganga af henni ýmsar sagnir.

Jóka var húsfreyja á Höfðabrekku. Henni mislíkaði mjög, þegar Þorsteinn vinnumaður hennar, barnaði dóttur hennar og heitaðist við hann. Fljótlega eftir dauða Jóku varð fólk vart við, að hún lá ekki kyrr. Hún sást oft í búrinu, þar sem hún skammtaði mat og blandaði jafnan mold saman við hann. Hún sótti svo fast að Þorsteini vinnumanni, að hann varð að flýja út í Vestmannaeyjar, þar sem hann bjó í 19 ár. Þá gerði hann sér ferð í land og hitti Jóku fyrir í fjörunni. Þar þreif hún til hans, færði hann á loft og keyrði hann svo fast niður, að hann hlaut bana af. Þá var Jóka gengin upp að hnjám af löngum erli. Jóka var kveðin niður í Kerið á Stóra-Grænafjalli á áfrétti Fljótshlíðinga. Þegar það gerðist, hljóðaði hún svo ógurlega, að fjallið smalaðist sauðlaust í fyrsta og eina skiptið.

Myndasafn

Í grennd

Hjörleifshöfði
Hjörleifshöfði Mýrdalssandi Hjörleifshöfði er 221 m hátt móbergsfell á Mýrdalssandi suðvestanverðum. Samkvæmt Landnámu var þar fjörður fyrrum með …
Höfðabrekka
Höfðabrekka er austasti bær í Mýrdal, næstur Mýrdalssandi. Þar var fyrrum kirkjustaður og stórbýli.  Reyndar er þar stórbýli enn þá, en á öðrum forsen…
Mýrdalssandur
Þessi stóra sandauðn afmarkast af Höfðabrekkuheiði, Mýrdalsjökli, Skaftártungu, Álftaveri og hafinu. Heildarflatarmál sandsins er í kringum 700 km2. S…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )