Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mýrdalssandur

Þessi stóra sandauðn afmarkast af Höfðabrekkuheiði, Mýrdalsjökli, Skaftártungu, Álftaveri og hafinu. Heildarflatarmál sandsins er í kringum 700 km2. Syðsti hluti hans var syðsti oddi Íslands eftir Kötluhlaupið 1918 en síðan hefur gengið á ströndina og Dyrhólaey tók við hlutverkinu á ný. Vesturhluti sandsins er að mestu gróðurlaus og grasteygingar eru á honum austanverðum. Síðustu áratugi 20. aldar var unnið mikið uppgræðslustarf beggja vegna vegarins yfir sandinn til að draga úr sandstormum, sem geta verið svo þéttir, að ekki sést spönn frá rassi og hafa skilað farartækjum sandblásnum eftir ferðir í gegnum þá. Örnefni eins og Dynskógar gefa til kynna fyrrum skóga á sandinum sunnanverðum.

Múlakvísl er mest jökulvatna, sem flæmast um sandinn, og næst koma Skálm og Hólmsá. Þessar ár geta vaxið mikið, bera með sér mikinn aur og hafa valdið skemmdum á vegakerfinu. Kötluhlaup hafa flæmzt um sandinn en þau eiga einnig leiðir til vesturs um Entugjá og suðvestur um Sólheimasand. Bílvegurinn lá upphaflega um Höfðabrekkuheiði og yfir brú á Múlakvísl við Selfjall. Jökulhlaup (2500 m3/sek) árið 1955 svipti hennu burt. Það kom úr ketilsigum, þar sem Kötlugjá var 1918.

Hólmsá á upptök austan Torfajökuls sem bergvatnsá. Á leiðinni safnar hún mörgum kvíslum frá Mýrdalsjökli og verður torfær jökulsá á austurmörkum sandsins áður en hún fellur í Kúðafljót. Hluti jökulhlaupsins í Kötlugosinu 1918 féll í ána.

Jóhann Pálsson (1886-1962) var þá tiltölulega nýkominn fótgangandi yfir brúna á Hólmsá með hundi sínum á vesturleið. Hundurinn varð órólegur og gerði honum þannig viðvart. Jóhann tók til fótanna og rétt náði að komast til baka yfir brúna, sem var farið að flæða yfir, áður en hana tók af. Hundurinn varð eftir á gjallhól vestan ár og skilaði sér ekki fyrr en daginn eftir. Hólmsárbotnar er nokkuð gróið flat- og blautlendi suðaustan Torfajökuls. Þar kemur Hólmsá fram úr tveimur giljum og myndar Hólmsárlón. Þarna eru heitar laugar, hin stærsta Strútslaug við norðurenda lónsins. Þar er graslendi, sem er þó ekki góður hagi

Myndasafn

Í grennd

Álftaver
Álftaver er lítið og flatlent landsvæði austan Mýrdalssands og sunnan Skálmar (á leið til Kúðafljóts).    Ofan byggðar eru þyrpingar gervigíga, sem ha…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )