Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftaver

Álftaver er lítið og flatlent landsvæði austan Mýrdalssands og sunnan Skálmar (á leið til Kúðafljóts).    Ofan byggðar eru þyrpingar gervigíga, sem hafa líklega myndast, þegar Álftavershraunin (Eldgjá) runnu yfir votlendi, og hafa vendað hana fyrir Kötluhlaupum (Þorvaldur Thoroddsen). Hólarnir voru friðlýstir 1975.

Nú eru uppi kenningar um, að afleiðinga þessa stórgoss, sem er kennt við Eldgjá, hafi gætt í Evrópu og Miðausturlöndum, þar sem uppskerubrestur, pestir og hörmungar komu í kjölfarið. Þessar ályktanir eru byggðar á nýfundnum heimildum frá sama tíma. Þetta gos olli líklega mun meiri óáran en Lakagígagosið 1783-84, sem sumir telja til orsaka frönsku stjórnarbyltingarinnar árið 1789.

Þarna eru mikil valllendi og melalönd, sem voru nýtt til manneldis fyrrum en nú er þar safnað melfræi til sandgræðslu. Sandfok og ágangur vatna ógna byggðinni. Álftveringar njóta fríðs fjallahrings, fuglalíf er mikið (veiðibjalla, skúmur o.fl.) og selveiði í ósum Kúðafljóts.

Fyrrum var byggðin vafalaust mun meiri og víðlendari en nú, því Kötluhlaup hafa smám saman gengið á hana. Margar sagnir segja frá bæjum, sem tók af í hlaupum (Laufskálavarða, Dynskógar o.fl.). Leitað var að horfnum bæjum á 17. öld og talið að margt fornminja hafi fundizt þá, m.a. mjög stór eirketill. Árin 1972-76 lét Þjóðminjasafnið grafa upp bæ frá síðari hluta miðalda í Kúabót á sandinum vestan Þykkvabæjarklausturs. Framhlið hans mældist u.þ.b. 50 m löng.

Mýrar í Álftaveri voru prestsaetur. Steingrímur Jónsson (1769-1845), biskup, fæddist þar. Hann var maður fjölfróður og mikið liggur eftir hann í handritum í Landsbókasafni. Þorbjörg Sveinsdóttir (1828-1903), ljósmóðir, kvenréttindakona og föðursystir Einars Benediktssonar, fæddist þar líka. Hún stofnaði Hið íslenzka kvenfélag og var fyrsti formaður þess.

Einhyrningur (684m) er móbergsfell á afrétti Álftavers norðanverðum. Samnefndur hellir er í honum vestanverðum og þar finnst veggjakrot allt frá 1780-90, því hann var notaður sem skýli í fjallaferðum. Nú stendur leitarmannakofi sunnar við Jökulkvísl.

Á Álfta­versvegi, skammt frá Hringvegsvegamótunum, er útsýnisskífa á há­um hól og þar hjá fræðsluskilti um Þykkvabæjarklaustur.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Mýrdalssandur
Þessi stóra sandauðn afmarkast af Höfðabrekkuheiði, Mýrdalsjökli, Skaftártungu, Álftaveri og hafinu. Heildarflatarmál sandsins er í kringum 700 km2. S…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þykkvabæjarklaustur
Þykkvabæjarklaustur er kirkjustaður í Álftaveri. Þar var munkaklaustur í katólskum sið, stofnað 1168, og  hélzt til siðaskipta. Nafntogaðasti munkuri…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )