Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hjörleifshöfði

Hjörleifshöfði Mýrdalssandi

Hjörleifshöfði er 221 m hátt móbergsfell á Mýrdalssandi suðvestanverðum.

Samkvæmt Landnámu var þar fjörður fyrrum með botn við höfðann. Eftir að komið var fram á 14. öld hafði þessi fjörður fyllzt af framburði af völdum Kötluhlaupa. Nú er vegalengdin frá höfðanum til sjávar 2-3 km. Þar heitir Kötlutangi, syðsti hluti Íslands.

Fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, fyrsta landnámsmannsins, hét Hjörleifur Hróðmarsson. Þeir urðu samferða til Íslands frá Noregi en bar hvorn frá öðrum, þannig að Ingólfur hafði vetursetu á Ingólfshöfða í Öræfum en Hjörleifur á Hjörleifshöfða. Næsta vor drápu þrælar Hjörleifs hann og frjálsa menn hans og flúðu á skipi til Vestmannaeyja með kvenfólkið. Þar fann Ingólfur þá og kom þeim fyrir kattarnef. Hjörleifshaugur er sagður vera uppi á höfðanum.

Búið var á höfðanum fram á 20. öldina. Bærinn var niðri á söndunum vestan höfðans, þar sem voru tún og engjar á svokölluðum Bæjarstað. Katla eyddi honum 1721 og síðan var byggt uppi, þar sem lítið var um heytekju en beitland var gott. Fyrrum var sigið eftir fugli ár hvert, þegar 17 vikur voru af sumri. Lítið er gert af því nú, en samt þykir mörgum Mýrdælingum enn þá gott að narta í fýlsunga.

Gönguleiðin upp Höfðann vestanverðan sunnantil er létt og vel þess virði að kíkja á rústir bæjarins þar og njóta útsýnisins á góðum degi.

Kötlutangi sunnan Hjörleifshöfða er syðsti oddi Íslands. Hann hefur myndazt við Kötluhlaup, síðast árið 1918, þegar rúmlega 2 km bættust við hann, þar sem var áður 20 faðma dýpi. Síðan hefur saxazt á hann og Dyrhólaey kynni að fá hlutverk sitt aftur.

Myndasafn

Í grennd

Álftaver
Álftaver er lítið og flatlent landsvæði austan Mýrdalssands og sunnan Skálmar (á leið til Kúðafljóts).    Ofan byggðar eru þyrpingar gervigíga, sem ha…
Dyrhólaey
Dyrhólaey er 120 m hár höfði, þverhníptur að vestan og sunnan. Stórt gat er í gegnum syðsta hluta   höfðans. Stórir bátar geta siglt í gegnum það í lá…
Hafursey
Hafursey er móbergsfell á Mýrdalssandi norðanverðum. Það skiptist um Klofgil og vesturhlutinn er nefndur Skálarfjall (582m) og hæst ber Kistufell (513…
Heiðarvatn
Heiðarvatn er í Mýrdal, 200 ha að stærð og dýpst 30 m. Vatnsá rennur úr því í Kerlingadalsá, sem fellur   til sjávar austan við Vík. Snyrtiaðstaða er …
Höfðabrekka
Höfðabrekka er austasti bær í Mýrdal, næstur Mýrdalssandi. Þar var fyrrum kirkjustaður og stórbýli.  Reyndar er þar stórbýli enn þá, en á öðrum forsen…
Höfðabrekkutjarnirnar
Höfðabrekkutjarnirnar eru þrjár og frekar litlar með millirennsli. Þær eru rétt við bæinn og örstutt á  þeirra. Fjöldi veiðileyfa á dag er ekki takma…
Ingólfshöfði
Ingólfshöfði er 76 m hár móbergs- og grágrýtishöfði, 9 km frá Fagurhólsmýri við sjóinn beint suður af  Öræfajökli. Hann er u.þ.b. 1200 m langur og 750…
Katla
Katla er eldstöð (1450m) í suðaustanverðum Mýrdalsjökli, venjulega hulin jökli. Hún hefur venjulega gosið á 40 - 80 ára fresti. Brýzt hún þá fram í óg…
Kerlingardalur, norðaustan Víkur
Kerlingardalsá rennur um dalinn úr fjöllunum norðaustan Víkur. Líklega hefur Kerlingarfjörður gengið inn í fjöllin til forna. Galdra-Héðinn bjó að Ke…
Kúðafljót
Jökulmóðan Kúðafljót er samsafn fjölda vatnsfalla af stóru vatnasvæði á Suðurlandi. Aðalfljótið er  Skaftá, sem rennur úr Langasjó og tekur til sín fj…
Mýrdalssandur
Þessi stóra sandauðn afmarkast af Höfðabrekkuheiði, Mýrdalsjökli, Skaftártungu, Álftaveri og hafinu. Heildarflatarmál sandsins er í kringum 700 km2. S…
Mýrdalur
Mýrdalur er vestasta sveit V.-Skaftafellssýslu og hin syðsta á landinu. Mörk hennar eru Mýrdalssandur í   austri og Sólheimasandur í vestri. Sveitin e…
Reynishverfi
Garðar í Reynishverfi er syðsta býli á íslandi. Vestan þess er eyðibýðið Hellur, þar sem eru nokkrir hellar   í móbergsklöppunum. Einn þeirra er Baðst…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Vatnsá – Kerlingadalsá
Lítil spræna, sem kemur úr Heiðarvatni í Mýrdal og fellur í Kerlingardalsá, jökuldrullu, sem á upptök í Mýrdalsjökli. Vatnsá er stutt, aðeins rúmir tv…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )