Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kerlingardalur, norðaustan Víkur

Kerlingardalur

Kerlingardalsá rennur um dalinn úr fjöllunum norðaustan Víkur. Líklega hefur Kerlingarfjörður gengið inn í fjöllin til forna.

Galdra-Héðinn bjó að Kerlingardal á söguöld. Heiðnir menn báðu hann að granda kristniboðanum Þangbrandi. Hann komst af, þegar jörðin sprakk undan fótum hans austan dalsins, en hestur hans hvarf í jörðu.

Kári Sölmundarson og Þorgeir skorargeir börðust við 15 brennumenn á bökkum árinnar. Þeir drápu fimm en 10 komust undan á flótta. Það er bílfært inn yfir Höfðabrekkuheiði að gamla brúarstæðinu við Múlakvísl.

Þótt hægt sé að aka upp dalinn og heiðarnar eftir gamla þjóðveginum, mælir margt með gönguferð um þessar slóðir, því margt fer fram hjá þeim, sem fara of hratt yfir.

Myndasafn

Í grennd

Hjörleifshöfði
Hjörleifshöfði Mýrdalssandi Hjörleifshöfði er 221 m hátt móbergsfell á Mýrdalssandi suðvestanverðum. Samkvæmt Landnámu var þar fjörður fyrrum með …
Illdeilur og morð á Suðurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á Sudurlandi Apavatn Áshildarmýri Bergþórshvoll Galdrar og galdrabr…
Tjaldstæðið Þakgil
Þakgil liggur falið skammt frá rótum Mýrdalsjökuls. Inn í gilinu er að finna glæsilegt og notalegt tjaldsvæði með allri nútíma aðstöðu. Tjaldstæði …
Vatnsá – Kerlingadalsá
Lítil spræna, sem kemur úr Heiðarvatni í Mýrdal og fellur í Kerlingardalsá, jökuldrullu, sem á upptök í Mýrdalsjökli. Vatnsá er stutt, aðeins rúmir tv…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )