Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnsá – Kerlingadalsá

Kerlingadalsá

Lítil spræna, sem kemur úr Heiðarvatni í Mýrdal og fellur í Kerlingardalsá, jökuldrullu, sem á upptök í Mýrdalsjökli. Vatnsá er stutt, aðeins rúmir tveir kílómetrar, en undurfögur og hin þokkalegasta laxveiðiá. Þar veiðast þetta 80 til 180 laxar á sumri á þrjár stangir og er það allt að koma á land frá miðjum júlí. Saman við veiðast yfirleitt 100 til 250 sjóbirtingar, þannig að síðsumars og fram á haust er býsna líflegt á þessum slóðum. Vegna mikilla seiðasleppinga undanfarin ár hefur laxveiði aukist mjög mikið. Vatsá er nú í eigu svisslendings Rudolph Lamprecht.
Gott veiðihús er við ána.

 

Myndasafn

Í grennd

Kerlingardalur, norðaustan Víkur
Kerlingardalsá rennur um dalinn úr fjöllunum norðaustan Víkur. Líklega hefur Kerlingarfjörður gengið inn í fjöllin til forna. Galdra-Héðinn bjó að Ke…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )