Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kúðafljót

Kúðafljót
Mynd: Hansueli Krapf

Jökulmóðan Kúðafljót er samsafn fjölda vatnsfalla af stóru vatnasvæði á Suðurlandi. Aðalfljótið er  Skaftá, sem rennur úr Langasjó og tekur til sín fjölda lindaáa frá Lakasvæðinu. Lindavatnið á uppruna sinn úr Síðujökli. Jökulvatnið hverfur í sand og síast í gegnum hraunið á leið sinni til skaftár. Þá bætast við árnar Tungufljót, Hólmsá og stór hluti Eldvatns áður en samsafnið fær nafnið Kúðafljót skammt norðan núverandi brúar á þjóðvegi eitt. Stór kvísl frá Skaftá heldur áfram til Kirkjubæjarklausturs og dreifist síðan um aura til sjávar milli Álftavers og Meðallands.

Fljótið var oft riðið, þótt engin eiginleg vöð væru til og velja þyrfti leiðina í hvert skipti. Það er víða djúpt og sandbleytur eru oft miklar. Meðalrennslið er 230 m3/sek. og hámarksrennsli mældist 2000 m3/sek. Lágmarksrennsli um ósa mældist 110 m3/sek. Margir drukknuðu í ánni, því það var aðeins fært kunnugum. Það var oftast riðið þar sem það er u.þ.b. 4 km breitt. Fyrsta brúin var byggð þar 1993 og opnuð 1994.

Samkvæmt Landnámabók segir af Vilbaldi: „Hann fór af Írlandi og hafði skip það, er Kúði hét; hann kom í Kúðafljótsós. Sagnir herma, að Kúðafljót hafi verið skipgengur fjörður með kaupstað á eyjunni Kúðahólma. Þar á skiphald af járni að hafa fundizt því til sönnunar. Silungs- og selveiði er í fljótinu.

Myndasafn

Í grennd

Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )