Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Einhyrningur

Einhyrningur (750m) er milli Tindfjalla og brúarinnar yfir Markarfljót á Emstruleið. Eins og nafnið   bendir til er hann hyrndur og brattur en þó gengur. Á Einhyrningsflötum er leitarskáli Fljótshlíðinga.

Þar stóð sennilega bær Sighvats rauða, sem nam land ofan Deildarár á Einhyrningsmörk og byggði bæ sinn Bólstað, samkvæmt Landnámu, enda sáust þar merki um búsetu til skamms tíma.

Göngugarpar á leið úr Fljótsdal inn á leiðina um Mælifellssand eða Laugaveginn huga oftast nánar að þessu merkilega fjalli áður en lengra er haldið.

Myndasafn

Í grennd

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )