Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Goðaland

Múlatungur og Teigstungur fylgdu bæjum eða jörðum í Fljótshlíð og Goðaland var löngum í eigu Breiðabólstaðar í Fljótshlíð en prestar staðarins leigðu Austur-Eyfellingum afnotaréttinn. Goðaland er bezti afrétturinn sunnan Krossár á milli Hrunár og Hvannár. Þar blasir við Réttarfell (503m) vestast. Austar er Útigönguhöfði (805m) og Heiðarhorn. Álfakirkjan er turnmyndaður klettur með hellisskúta í Réttarfelli á móti mynni Langadals og austar í fellinu er klettahaus, sem heitir Hattur. Þá taka við Básar, þar sem Ferðafélagið Útivist er með aðstöðu og í þeim miðjum er hæð, sem heitir Bólhaus eða Bólfell. Básar og hlíðarnar í kring eru skjólsælt, skógi og kjarri klætt svæði. Brött og mosavaxin hlíðin upp af Básum er kölluð Votupallar.

Strákagil liggur upp úr Básum austanverðum og þar liggur leiðin upp á Heiðarhorn, Morinsheiði og Fimmvörðuháls.

Bóka Básar Þórsmörk

1. maí – 15. október
Svefnpokagisting/Sleepingbag : 7200.00
Börn/Children 7-15 years : 3600.00 (50.0%)

Basar Camping
10. júní – 15. september
Camping per persons : 2000.00

https://travel.idega.is/window/7d3272b0-67d3-47e3-b3ab-3350c61af832?linkGeneratorProductId=2829

Myndasafn

Í grend

Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu rí ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )