Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Goðaland

Múlatungur og Teigstungur fylgdu bæjum eða jörðum í Fljótshlíð og Goðaland var löngum í eigu Breiðabólstaðar í Fljótshlíð en prestar staðarins leigðu Austur-Eyfellingum afnotaréttinn. Goðaland er bezti afrétturinn sunnan Krossár á milli Hrunár og Hvannár. Þar blasir við Réttarfell (503m) vestast. Austar er Útigönguhöfði (805m) og Heiðarhorn. Álfakirkjan er turnmyndaður klettur með hellisskúta í Réttarfelli á móti mynni Langadals og austar í fellinu er klettahaus, sem heitir Hattur. Þá taka við Básar, þar sem Ferðafélagið Útivist er með aðstöðu og í þeim miðjum er hæð, sem heitir Bólhaus eða Bólfell. Básar og hlíðarnar í kring eru skjólsælt, skógi og kjarri klætt svæði. Brött og mosavaxin hlíðin upp af Básum er kölluð Votupallar.

Strákagil liggur upp úr Básum austanverðum og þar liggur leiðin upp á Heiðarhorn, Morinsheiði og Fimmvörðuháls.

Bóka Básar Þórsmörk

1. maí – 15. október
Svefnpokagisting/Sleepingbag : 10500.00
Börn/Children 7-15 years :  (50.0%)

Basar Camping
10. júní – 15. september
Camping per persons : 2000.00

Myndasafn

Í grennd

Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )