Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Torfajökull

Torfajökulssvæði

Torfajökull rís hæst í 1190 m og flatarmál hans er u.þ.b. 15 km². Hann er ekki auðséður úr öllum áttum, víða skyggja önnur fjöll á hann, einkum að norðanverðu. Frá honum falla margar kvíslar til Markarfljóts og Hólmsá á upptök sín í honum. Ganga á jökulinn er ekki erfið, því hann er greiðfær og útsýni er afbragðsgott á góðum degi. Umhverfi Torfajökuls er eitthvert litskrúðugusta og fjölbreyttasta ljósgrýtissvæði landsins og þar er gríðaröflugt háhitasvæði. Einu hrafntinnuhraun landsins eru í næsta nágrenni hans. Þau hafa líklega myndazt í fjórum gosum eftir að ísöld lauk og einhver eftir landnám. Stór askja myndaðist á Torfajökulsvæðinu á síðasta kuldaskeiði og þessi hraun eru öll á brúnum hennar. Háhitasvæðin ná yfir u.þ.b. 100 km² og eru öll innan öskjunnar. Þar ber mest á brennisteinsaugum og leirhverum en einnig finnast nokkrar laugar. Margar eldstöðvar eru umhverfis Torfajökul, s.s. Hekla, Eldgjá, Veiðivatnasvæðið, Katla og Eyjafjallajökull.
Torfajökulskerfið er um margt mjög sérstök eldstöð. Askjan er í fyrsta lagi gríðarlega stór en þó ekki mjög greinileg í landslaginu. Hún er yfir 200 ferkílómetrar og miðjan er nokkurnveginn við Hrafntinnusker. Telst þetta vera stærsta askja landsins.

Kaldaklofsfjöll og Kaldaklofsjökull eru fjalllendi vestan Torfajökuls. Það er víða hrikalegt og litfögur ljósgrýtisfjöll prýða landslagið. Auðir tindar standa upp úr jöklinum, sem hefur tengzt Torfajökli fyrrum. Háskerðingur (1278m) er hæstur. Austan í fjalllendinu er Kaldaklof og samnefnd kvísl, sem fellur til Markarfljóts auk Ljósár, Torfakvíslar o.fl. Sunnan Jökulgils og norðar í fjöllunum er annað Kaldaklof. Líkt og á Torfajökulssvæðinu er þarna mikill jarðhiti og íshvelfingar undir jökli.

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadal…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Mælifellssandur
Mörk Mælifellssands eru Kaldaklofskvísl í vestri, Torfajökulssvæðið í norðri, Mýrdalsjökull í suðri og Hólmsá í austri. Njálssaga segir að Flosi og b…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )