Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvanndalabjarg

Hvanndalabjarg er u.þ.b. 600 m hátt standberg milli Ólafsfjarðar og Hvanndala, víða skorið gjám og skörðum. Hrikalegust er Skötugjá, rétt utan Fossdals í Ólafsfirði. Sýrdalur gengur niður miðju bjargsins og neðan hans er þverhnípið 200 m hátt. Þjóðsagan um séra Hálfdán Narfason á Felli í Sléttuhlíð er vel kunn.

Eitt sinn, þegar hjón nokkur höfðu búið í Málmey á Skagafirði í rúmlega 20 ár, en þau álög voru á eyjunni, að engin hjón mættu búa þar lengur en í 20 ár, ella hyrfi húsfreyjan, hvarf konan sporlaust. Bóndinn gat ekki á helium sér tekið og nauðaði nógu lengi í séra Hálfdáni, sem vissi meira en nef hans náði, til að hjálpa sér við að finna konuna aftur. Séra Hálfdán taldi öll tormerki á því og reyndi að fullvissa bónda um, að hann vildi ekki fá hana aftur, ef hann sæi hana í þvi ástandi, sem hún væri komin í. Loksins tvímenntu þeir á hestinum Grána og riðu um láð og lög þar til þeir komu að Hvanndalabjörgum. Þar barði Hálfdán á bergið og þurs kom til dyra með konu bónda. Hún var orðin mjög tröllsleg ásýndum, þannig að bóndi vildi ekki fá hana heim aftur. Jón Trausti orti kvæðið Konan í Hvanndalabjörgum.

Myndasafn

Í grennd

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )